Vinsamlegast ath!

Veisluréttir eru uppseldir helgina 24.–25. maí

11. Apríl 2024

Skemmtilegar sumargjafir á tax free

Nú stendur yfir tax free* af sérvörum til 15. apríl sem þýðir að það er tax free* af öllum leikföngum, hjólum, fatnaði, skóm, garni og búsáhöldum. Það er því kjörið tækifæri að græja það sem þarf fyrir sumarið í einni ferð í Hagkaup. Okkur langar af þessu tilefni að gefa ykkur nokkrar hugmyndir af skemmtilegum sumargjöfum fyrir börnin.

Hjól eru alltaf skemmtileg hugmynd og hjólin eru mætt í verslanir okkar. Við erum með hjól fyrir krakka á öllum aldri, skemmtileg þríhjól fyrir þau allra yngstu og upp í 29" fyrir þau eldri. Hjólin eru fáanleg í öllum verslunum okkar, nema á Eiðistorgi og er mesta úrvalið í Smáralind, Skeifunni og Garðabæ - en flestar tegundir eru að sjálfsögðu fáanlegar í Kringlunni, Spöng og koma á Akureyri eftir helgi.

Boltar eru góð sumargjöf en hjá okkur er mikið og fjölbreytt úrval af boltum. Fótboltar, körfuboltar, skopparaboltar og hoppuboltar eru meðal þeirra bolta sem hægt er að fá í Hagkaup. Skemmtileg gjöf sem hægt er að leika með í sumar og auðvelt að taka með í ferðalögin og öll fjölskyldan getur leikið saman.

Önnur leikföng sem er tilvalið að taka með í ferðalagið eru fötusett sem hægt er að leika með í sandinum. Hjá okkur er til dæmis hægt að fá nokkrar týpur af fötusettum sem koma í bakpoka en í þeim settum fylgja fata, skófla, hrífa, sigti og sandform. Virkilega þægileg til þess að kippa með á leikvöllinn eða í fjöruferðina.

Svo eru það vatnsleikföngin, það er alltaf gaman að leika sér í vatni og með skemmtileg vatnsleikföng á sólríkum sumardögum. Fyrir sundferðina er mikilvægt að hafa kúta fyrir þau yngstu en Hvolpasveita kútavestin eru þægileg og skemmtileg fyrir þau yngstu. Fyrir skemmtilega vatnsleiki eru Bunch O Balloons vatnsblöðrurnar mjög skemmtilegar en það eru vatnsblöðrur sem hægt er að fylla margar í einu en pakkinn sjálfur inniheldur 256+ blöðrur sem er auðvelt að fylla og lokast að sjálfu sér.

Þó það sé enn örlítið kalt í veðri þá er vor í loftinu og sumardagurinn fyrsti nálgast. Við erum klár í vorið og sumarið og hlökkum til að taka á móti ykkur í verslunum okkar á tax free* dögum.

*tax free jafngildir 19,36% afslætti.