23. Júlí 2024
Snyrtivörurnar með í ferðalagið
Þó veðrið hafi kannski ekki verið fullkomið um allt land í sumar eru margir á ferð og flugi. Bæði er fólk að ferðast innanlands og sum hafa ákveðið að leita að sólinni annars staðar. Við ákváðum að taka saman nokkrar snyrtivörur sem henta virkilega vel á ferðalagi.
Fragrance Free Mist – Bondi Sands
Þó sólin skíni ekki sínu skærasta er nauðsynlegt að muna eftir sólarvörninni! Þessi sólarvörn er í úðaformi og er með SPF 50+. Vörnin ver húðina fyrir bæði UVA og UVB geislum og er einstaklega hentug í veskið og með á ferðina. Fer lítið fyrir brúsanum og það er svo einfalt að bæta á sólarvörnina yfir daginn því spreyið má meira að segja nota yfir förðun. Hentugt og gott á ferðalagi.
Buzz Patch Flugnafæla – Natpat
Það eru mörg orðin leið á lúsmý og öðrum flugum sem skilja eftir sig bit með tilheyrandi óþægindum á húðinni. Þessir Buss Patches eru plástrar sem límdir eru á föt og vinna að því að fæla burt þessa óboðnu gesti. Plástrarnir innihalda eingöngu náttúrulegar ilmkjarnaolíur sem flugurnar kunna ekki vel við. Plástrarnir eru í skemmtilegum litum og útgáfum svo þeir henta sérstaklega vel fyrir börn en hver sem er getur notað þessa fínu plástra.
Calendula Water Cream – Kiehl‘s
Þetta frábæra krem frá Kiehl‘s er hægt að fá í 50 ml krukku en líka í 28 ml krukku sem hentar virkilega vel fyrir ferðalagið. Kremið er með serum virkni gullfífils en það róar húðina ásamt því að gefa henni góðan raka. Kremið skilur húðina eftir með fallegan, náttúrulegan og heilbrigðan ljóma. Góð næring fyrir húðina eftir langa daga á ferðalögum er frábær leið til þess að enda daginn.
Gaultier Divine EDP – Jean Paul Gaultier
Það er óþarfi að ferðast með ilmvatnið í fullri stærð en hér höfum við þennan frábæra ilm frá Jean Paul Gaultier í 15 ml glasi sem er algjör snilld að hafa í veskinu eða í snyrtitöskunni á ferðalaginu. Þessi ilmur kom í fyrra og só rækilega í gegn en ilmurinn er dásamlegur blómailmur með sjávarnótum með smá sætum tón af marengs.
Micellar Cleansins Wipes – Gosh Copenhagen
Það þekkja flest hreinsiklútana en þeir eru til í allskonar gerðum frá mismunandi vörumerkjum. Þessir klútar frá Gosh Copenhagen eru mildir og góðir en hreinsa á áhrifaríkan hátt. Þeir fjarlægja förðun og önnur óhreinindi af húðinni. Klútarnir eiga ekki að hafa áhrif á varnarlag húðarinnar og passa upp á náttúrulegt rakajafnvægi hennar svo þeir eiga ekki að þurrka húðina. Algjör snilld á ferðalögum, sérstaklega þar sem aðgengi að vatni er mögulega ekki eins mikið og heima við.
Það er mikið úrval í verslunum okkar og hér á vefnum af vörum fyrir ferðalögin, bæði vörum í ferðastærðum og vörum sem einfalda húðrútínuna á ferðinni. Það er alltaf gott að hugsa vel um húðina hvort sem er heima eða að heiman.
Höfundur: Lilja Gísladóttir f. Hagkaup