30. Október 2023

Spennandi ilmir fyrir veturinn

Veturinn er að mæta með öllum sínum dásamlegu nýju og spennandi ilmvötnum. Ilmvötn fyrir hátíðirnar eða í jólapakkana er tilvalið og það er um að gera að byrja að skoða, þefa og finna út hvað hentar okkur best. Við ætlum að segja ykkur frá fjórum spennandi ilmum sem eru nýlega mættir í ilmvatnshillurnar í verslunum okkar og hér á vefinn.

Bad Boy Dazzling Garden EDT – Carolina Herrera

Bad Boy ilmirnir frá Carolina Herrera eru vinsælir og þessi nýjasti ilmur er sérstök safnara útgáfa af Bad Boy ilminum. Ilmurinn er sterkur en á sama tíma afslappaður en hann er virkilega fágaður og góður ilmur. Ilmurinn er meðal annars með tónum af svörtum og hvítum pipar og bergamot. Flaskan er fallega fjólublá með gylltum fæti, leyndardómsfullt og fágað.

Paradoxe Intense EDP – Prada

Ný og kvenleg dýpt frá Prada sem er djúpur og magnaður ilmur. Blóma-, amberilmur með viðarnótum sem inniheldur fíngerð innihaldsefni. Ilmurinn inniheldur meðal annars Jasmín blóm og amber. Glasið er látlaust og fallegt þríhyrningslaga glas sem sómir sér vel á hvaða ilmvatnshillu sem er. Fágaður, fallegur og djúpur ilmur.

Boss Bottled Elixir Parfum – Hugo Boss

25 ára afmælisútgáfa Boss Bottled en ilmurinn er hannaður af sama ilmhönnuði og upprunalegi Boss Bottled ilmurinn. Kraftmikill ilmur með hlýju reykelsi, vetiver og sedrusviði. Tilvalinn fyrir þá sem eru hrifnir af Boss ilmunum og vilja eiga þessa fallegu 25 ára úgáfu. Flaskan er fallega brún reyklit í takt við kraftinn og hlýja reykelsið í honum.

Be Delicious Orchard St. EDP – DKNY

Nýjasti ilmurinn frá DKNY er fallega bleikur og dásamlegur ferskur ilmurinn blásinn af Lower East Side New York borgar. Líflegur og orkumikill sem inniheldur meðal annars Pink Lady epli, neon bleikan greipaldin og bleikan pipar. Ilmurinn er með nótur af jasmín og fjólurót ásamt hindberjum og granateplum. Ferskur, sætur og dásamlegur ilmur í fallegu bleiku glasi.

Það ættu öll að geta fundið sér ilm við hæfi en verslanir okkar og vefurinn er með heilan helling af ilmvötnum fyrir öll kyn. Hægt er að skoða alla ilmi með því að smella hér.

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup.