Vinsamlegast ath!

Á tax free getur verið lengri bið eftir pöntunum úr vefverslun vegna fjölda pantana.

4. Júlí 2024

Sumarið með Clarins og Shiseido

Dagana 4.-10. júlí eru sumardagar Clarins og Shiseido í verslunum Hagkaups og á Hagkaup.is. Þessa daga verða allar vörur frá báðum vörumerkjunum á 30% afslætti (ath að tax free afsláttur bætist ekki ofan á þann afslátt) en að auki fylgir veglegur kaupauki* með ef verslaðar eru tvær eða fleiri sólarvörur frá merkjunum. Í tilefni sumardaganna langar okkur að segja ykkur frá nokkrum vörum frá þessum vörumerkjum sem er tilvalið að skoða fyrir sumarið.

Fyrst á dagskrá eru það tvær frábærar sólarvarnir. Sun Care Body Oil SPF50+ frá Clarins er frábær sólarvörn í olíuformi sem verndar húðina fyrir geislum sólarinnar. Létt og góð olía sem nærir húðina á meðan hún verndar hana. Vörnin kemur í spreyformi og hentar fyrir flestar húðgerðir.

Svo er það Expert Sun Protector Cream SPF50+ frá Shiseido en hér er um að ræða eina nýjustu vörnina frá Shiseido en vörnin í henni eykst í snertingu við hita og vatn. Vörnin er með létta áferð og inniheldur mikið af húðbætandi innihaldsefnum svo hún gefur húðinin vörn og næringu allt í senn. Algjör snilldar vörn sem hentar vel fyrir flestar húðgerðir.

Þegar húðin er orðin vel vernduð þá er það að kíkja aðeins á förðunarvöru nýjungar sem henta vel fyrir sumarið. Clarins Lip Oil hafa verið virkilega vinsælar síðustu misseri en nú í sumar bættist við vörulínuna Lip Oil Balm sem er í raun vara olían vinsæla nema í formi varasalva. Þessi frábæra vara kemur í sex mismunandi litum en varan gefur góðan raka og næringu auk þess sem varirnar fá virkilega fallegan gljáa.

Nýjasta viðbótin við förðunarvöru úrval Shiseido er Tanning Compact Foundation en það er virkilega fallegur farði í föstu kremformi sem inniheldur meðal annars SPF10. Þessi fallegi farði kallar fram sólkysst útlit og er með náttúrulega þekju sem hægt er að byggja upp. Það er mjög fallegt að nota þennan farða á allt andlitið og líka nota dekkri lit sem krem bronzer. Auðvelt að vinna með kremið og blanda það og fá lýtalausa og fallega áferð á húðina.

Við mælum klárlega með því að kíkja yfir úrvalið af vörum frá Clarins og Shiseido hér á vefnum eða kíkja við í næstu Hagkaups verslun þar sem sérfræðingar vörumerkjanna taka vel á móti ykkur og aðstoða við val á vörum, hvort sem er húðvörur eða förðunarvörur. 

 

*Gildir meðan birgðir endast.

*Tax free afsláttur gildir ekki með öðrum tilboðum