12. Desember 2021

Vegan er ekkert vesen

Úrval af veg­an vör­um í mat­vöru­versl­un­um hef­ur aldrei verið jafn fjöl­breytt og nú fyr­ir jól­in og helst metnaður­inn í hend­ur við úr­valið. Mikið af framúrsk­ar­andi og spenn­andi vör­um eru nú fá­an­leg­ar en öfl­ug inn­lend fram­leiðsla er áber­andi.

Solla Ei­ríks hannaði góm­sæta veg­an rétti í sam­starfi við Hag­kaup en hnetu­steik­in henn­ar hef­ur verið sú vin­sæl­asta þar á bæ.

„Við ger­um okk­ur grein fyr­ir því að marg­ir vilja stytta tím­ann sinn í eld­hús­inu og þess vegna leggj­um við mikla áherslu á til­bún­ar lausn­ir. Það er gam­an að segja frá því að við erum í fyrsta skipti að bjóða upp á fleiri teg­und­ir af hnetu­steik held­ur en ham­borg­ar­hrygg – sem er frétt útaf fyr­ir sig,“ seg­ir Sig­urður Reyn­alds­son fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups.

Fullt af nýjungum í vegan vöruflokknum

„Stærsta var­an okk­ar er Hag­kaups hnetu­steik­in sem unn­in er í sam­starfi við Sollu. Sam­hliða því verðum við með nýj­ung­ar frá henni sem birt­ust í veg­an­blaði Mogg­ans, en þar má nefna kart­öflu­sal­at, graskerssal­at og spergilkálssal­at. Þá má ekki gleyma Veg­an-Wal­fdorf og vill­ispeppasós­unni. Þetta er all­ur pakk­inn, til­bú­inn fyr­ir þá sem vilja spara sér tíma,“ seg­ir Sig­urður.

„Við erum að bæta við okk­ur yfir 30 teg­und­um af nýj­ung­um í veg­an flokkn­um fyr­ir jól­in og list­inn því lang­ur. Ein vin­sæl­asta steik­in okk­ar er Neatloaf sem unn­in er í sam­starfi við Jun­ky­ard og með henni kem­ur sér­hönnuð sósa, en þessi tvenna sló í gegn í fyrra. Þá erum við í frá­bæru sam­starfi við Ellu Stínu sem er að sér­fram­leiða fyr­ir okk­ur hátíðar sveppa-well­ingt­on. Gleym­um svo ekki eft­ir­rétt­un­um: Veg­an-ís, ásamt Ís ala mande frá Naturli og sæl­kera­bit­um frá Kaja Org­anic.“

Framleiðsla á vegan vörum fær nýsköpunarstyrk

„Við get­um stolt sagt frá því að nú eru vör­ur að koma á markað sem að fengu styrk úr ‚Upp­sprett­unni‘ ný­sköp­un­ar­sjóði Haga. Ve­gan­gerðin er eitt af þeim verk­efn­um sem hlutu styrk úr sjóðnum og bjóða nú upp á glæsi­lega hátíðarsteik sem er kom­in í sölu í öll­um Hag­kaups versl­un­um. Það er því fjarri lagi að það sé eitt­hvað vesen að vera veg­an eða að fá veg­an gesti í mat um jól­in. Það ættu all­ir að geta fundið eitt­hvað við sitt hæfi hjá Hag­kaup,“ seg­ir Sig­urður að lok­um.