Vinsamlegast ath!

Á tax free getur verið lengri bið eftir pöntunum úr vefverslun vegna fjölda pantana.

7. September 2023

Vinsælar vörur frá Estée Lauder

7. – 13. september er 20% afsláttur af öllum vörum frá Estée Lauder. Það er ekki nóg með að það sé afsláttur heldur fylgir veglegur kaupauki með ef verslað er fyrir 14.900 kr.eða meira. Kaupaukinn er mjög falleg snyrtitaska full af vinsælum vörum frá Estée Lauder í lúxusprufu- eða ferðastærðum. Í tilefni Estée Lauder kynningarviku ætlum við að segja ykkur örlítið betur frá 3 vörum sem eru í kaupaukatöskunni.

Micro Essence Treatment Lotion Bio-Ferment

Andlitsvatn (essence) sem kemur jafnvægi og stöðugleika á rakahlíf húðarinnar. Varan hjálpar húðinni að binda raka svo hún verður rakamettuð, mjúk og fær aukinn ljóma. Varan vinnur einnig að því að draga úr roða í húðinni, minnka ásýnd húðhola og fínna lína auk þess sem hún róar húðina. Varan er algjörlega olíulaus og inniheldur ekki gerviilm. Frábær vara til þess að bera á húðina áður en rakakremið er sett fyrir daginn eða nóttina.

Revitalizing Supreme+ Cell Power Creme

Frábært rakakrem sem vinnur að því að gefa húðinni aukinn styrk, ljóma og lyftingu. Kremið vinnur að því að draga úr sýnileika fínna lína og hrukka auk þess sem húðin verður stútfull af raka og fær fallegan ljóma. Algjört bombu krem sem inniheldur meðal annars kaktus, , stofnfrumuþykkni og hýalúrónsýru.

Advanced Night Repair

Frábær húðvara, sem þrátt fyrir nafnið má nota bæði kvölds og morgna og er frábær undir rakakremið. Gefur húðinni mikinn og fallegan ljóma og raka ásamt því að hámarka færni húðarinnar til þess að endurbyggja sig yfir nóttina en til þess er notuð einkaleyfisvarin tækni sem kallast ChronoluxCB. Varan vinnur að því að draga sýnilega úr fínum línum og hrukkum ásamt því að gera húðina rakaheldnari og sterkari. Ein allra vinsælasta varan frá Estée Lauder.

Það er kjörið tækifæri að prófa vörur úr spennandi vöruúrvali Estée Lauder á þessu frábæra tilboði. Allar vörur frá vörumerkinu má skoða hér.