Vinsamlegast ath!

Veisluréttir eru uppseldir laugardaginn 22. júní

20. Mars 2023

Vinsælar vörur frá YSL

Til og með 22.mars er 20% afsláttur af öllum vörum frá Yves Saint Laurent í verslunum okkar og hér á vefnum. Vörumerkið er þekkt fyrir hágæða snyrtivörur og fallega ilmi og því er tilvalið að nýta sér afsláttarkjörin til þess að næla sér í sínar uppáhalds YSL vörur eða bara einmitt næla sér í nýja vöru til þess að prófa. Í tilefni kynningadagana ætlum við að segja ykkur aðeins frá nokkrum vinsælum vörum frá vörumerkinu.

All hour Foundation
Nýr og spennandi farði sem gefur ljómandi matta áferð, svolítið svona ljóminn sem kemur að innan. Farðinn hefur allt að 24 klukkustunda endingu, gefur fulla þekju og létta áferð. Formúlan inniheldur meðal annars hýalúronsýru sem gefur húðinni góðan raka út í daginn. Farðinn gefur náttúrulega jafna og matta áferð. Mjúk og góð formúla sem endist vel.

Touche Éclat Illuminating Pen
Gullpenninn frægi, hinn eini sanni ljómapenni sem lýsir upp dökka skugga og endurkastar ljósi og fyllir andlitið af ljóma. Þessi vara er ein allra vinsælasta förðunarvaran frá YSL. Gullpenninn er tilvalinn til þess að lýsa upp svæðin undir augum, undir augabrún, efst á kinnbeinum eða meðfram varalínunni en á sama tíma er líka hægt að nota hann sem augnskuggagrunn. Formúlan inniheldur rusus og e-vítamín og vöruna má nota eina og sér eða með farða, allt eftir þörfum hvers og eins.

Couture Color Clutch Palette Desert Nude 5
Algjör lúxus augnskugga palletta með 10 fallegum jarðtóna augnskuggum. Augnskuggarnir koma í mismunandi áferðum satín, metal og mattir og henta vel í margar mismunandi tegundir augnfarðana. Umgjörðin utan um pallettuna er ein og sér eins og fylgihlutur en hún lítur smá út eins og fallegt clutch veski frá YSL.

Lash Clash Extreme Volume Mascara
Hér höfum við maskara sem gerir augnhárin allt að 200% umfangsmeiri en þau eru! Einstakur, þéttur burstinn greiðir hárin vel og lengir mikið í hverri stroku. Maskarinn gerir augnhárin dramatísk og flott og hann endist mjög vel og smitar ekki út frá sér. Formúlan er ilmefnalaus og hentar jafnvel viðkvæmum augum. Algjör snilld til þess að toppa augnförðunina.

Þetta er auðvitað bara lítið brot af öllum þeim frábæru vörum frá YSL en það er hægt að skoða allar vörur frá YSL hér.