24. Janúar 2023

Vörur sem slógu í gegn árið 2022

Það vill verða þannig að ákveðnar vörur fá gífurlega mikla umfjöllun og athygli á samfélagsmiðlum á borð við Instagram og TikTok. Það voru ófáar vörur sem urðu „viral“ árið 2022 og mig langar að segja ykkur frá fjórum vörum sem ég prófaði eftir að hafa séð þær á samfélagsmiðlum og varð mjög hrifin.

lifter gloss, gloss, viral makeup, förðun

Maybelline Lifter Gloss:

Þetta æðislega gloss fór á flug á samfélagsmiðlum á síðasta ári og það átti það alveg skilið. Glossið er nefnilega ekki bara fallegt og til í fullt af litum heldur gefur það vörunum líka góðan raka og næringu. Glossinn inniheldur nefnilega hýalúrónsýru og varirnar verða glansandi, fyllri og rakameiri! Ég á þessa vöru í fjórum litum í öllum veskjum, algjör snilld yfir hvaða varablýant eða varalit sem er!

augnháralengingar, augnhár, falscara

Kiss Falscara Eyelash:

Augnháralengingar hvar og hvenær sem er, hvernig hljómar það? Þessi augnhár má nefnilega nota sem hefðbundin gerviaugnhár eða í allt að 10 daga sem augnháralengingar en til þess þarf að nota aukalega vöru frá Kiss sem heitir „overnighter“ og fæst hér. Augnhárin eru ótrúlega falleg og einföld í notkun. Ég er allavega ótrúlega hrifin af þessum augnhárum en á eftir að prófa þau með „overnighter“ en stefni á að gera það fljótlega.

ilmvatn, ariana grance, cloude

Ariana Grande Cloud Eau De Parfum:

Ariana Grande ilmvötnin eiga það flest sameiginlegt að slá vel í gegn þegar þau koma á markað. En þessi tiltekni ilmur fékk mikið lof á samfélagsmiðlum á síðastliðnu ári. Um er að ræða blóma- og ávaxta ilm en toppnótur hans eru lavender, pera og bergamot, hjartað samanstendur af þeyttum rjóma, pralín, kókoshnetu og vanillu orkedíu. Ferskur og fallegur ilmur í mjög svo fallegu bláu glasi sem situr á hvítu skýi.

nyx professional makeup, hyljari, viral, hybrid snyrtivörur

NYX Professional Makeup Bare With Me Concealer Serum:

Hyljari sem er líka serum, bæði í einni og sömu vörunni. Förðunarvörur með húðbætandi eiginleika byrjuðu að koma sterkt inn í fyrra og munu vera mun meira áberandi í ár. Þessi frábæri hyljari gefur góða þekju og veitir húðinni allt að 24 klukkustunda raka. Það allra besta við þennan hyljara er að hann sest ekki í fínar línur og það er mjög auðvelt að vinna með hann og blanda hann út. Formúlan er 100% vegan og inniheldur meðal annars tremella sveppi, cica og grænt te. Ég á þennan hyljara í nokkrum litum því mér finnst mjög gott að grípa í hann bæði á mig og viðskiptavini sem koma til mín í förðun en hyljarinn kemur í þrettán litum!

 

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup