Grillsumar

Grill hamborgarinn

Grillborgarinn okkar fer lengra en flestir aðrir borgarar á markaðnum. Klassískur hamborgari er venjulega 15-20% fita, en við ákváðum að hækka hlutfallið upp í 30%. Útkoman er líklega einn besti hamborgari á markaðnum í dag, gerður úr 100% íslensku nautakjöti. Hann nýtur sín hvað best grillaður, þar sem fituhlutfallið er hátt. Þú hreinlega verður að smakka þennan!

Grill hamborgarinn

 • Hag­kaups-grill­borg­ari með 30% fitu
 • kart­öflu­brauð frá Myll­unni
 • Sweet Baby Ray's Sweet & Spicy BBQ Sauce
 • Stokes Burger Rel­ish
 • tóm­at­ar
 • ag­úrk­ur
 • rauðlauk­ur
 • paprika
 • marí­bóost­ur í sneiðum
 • bei­kon
 • steik­ar- og grill­krydd frá Íslands­nauti
 • ferskt sal­at
 • Ca­vend­ish Crispy Classic-fransk­ar

Þessi gerð af ham­borg­ur­um kem­ur í þægi­leg­um neyt­endaum­búðum. Þeir eru mjög þétt­ir og sum­ir vilja fletja þá út en það er al­gjör­lega smekks­atriði. Það var ekki gert hér.

Kryddið borg­ar­ana með steik­ar- og grill­kryddi.

Skerið niður græn­metið.

Setjið ham­borg­ar­ann, bei­konið, rauðlauk­inn og paprik­una á grillið. Ham­borg­ar­inn er grillaður eft­ir smekk eða 3-5 mín­út­ur á hvorri hlið. Penslið með BBQ-sósu.

Grillið græn­metið þar til það eru komn­ar fal­leg­ar grill­rend­ur í það.

Setjið ost­inn á borg­ar­ann. Á sama tíma er gott að setja brauðið ör­snöggt á grillið til að fá á það fal­leg­ar rend­ur.

Takið af grill­inu og setjið borg­ar­ann sam­an.

Með ham­borg­ar­an­um eru hafðar fransk­ar. Snjallt er að setja þær inn í ofn meðan verið er að und­ir­búa borg­ar­ann. Ekki skemm­ir fyr­ir að hafa frönsk­urn­ar leng­ur inni í ofn­in­um og á hærri hita. Fylg­ist vel með þeim en þær verða sér­lega stökk­ar og góðar.


Grillsumar

Grill hamborgarinn

Grillborgarinn okkar fer lengra en flestir aðrir borgarar á markaðnum. Klassískur hamborgari er venjulega 15-20% fita, en við ákváðum að hækka hlutfallið upp í 30%. Útkoman er líklega einn besti hamborgari á markaðnum í dag, gerður úr 100% íslensku nautakjöti. Hann nýtur sín hvað best grillaður, þar sem fituhlutfallið er hátt. Þú hreinlega verður að smakka þennan!

Grill hamborgarinn

 • Hag­kaups-grill­borg­ari með 30% fitu
 • kart­öflu­brauð frá Myll­unni
 • Sweet Baby Ray's Sweet & Spicy BBQ Sauce
 • Stokes Burger Rel­ish
 • tóm­at­ar
 • ag­úrk­ur
 • rauðlauk­ur
 • paprika
 • marí­bóost­ur í sneiðum
 • bei­kon
 • steik­ar- og grill­krydd frá Íslands­nauti
 • ferskt sal­at
 • Ca­vend­ish Crispy Classic-fransk­ar

Þessi gerð af ham­borg­ur­um kem­ur í þægi­leg­um neyt­endaum­búðum. Þeir eru mjög þétt­ir og sum­ir vilja fletja þá út en það er al­gjör­lega smekks­atriði. Það var ekki gert hér.

Kryddið borg­ar­ana með steik­ar- og grill­kryddi.

Skerið niður græn­metið.

Setjið ham­borg­ar­ann, bei­konið, rauðlauk­inn og paprik­una á grillið. Ham­borg­ar­inn er grillaður eft­ir smekk eða 3-5 mín­út­ur á hvorri hlið. Penslið með BBQ-sósu.

Grillið græn­metið þar til það eru komn­ar fal­leg­ar grill­rend­ur í það.

Setjið ost­inn á borg­ar­ann. Á sama tíma er gott að setja brauðið ör­snöggt á grillið til að fá á það fal­leg­ar rend­ur.

Takið af grill­inu og setjið borg­ar­ann sam­an.

Með ham­borg­ar­an­um eru hafðar fransk­ar. Snjallt er að setja þær inn í ofn meðan verið er að und­ir­búa borg­ar­ann. Ekki skemm­ir fyr­ir að hafa frönsk­urn­ar leng­ur inni í ofn­in­um og á hærri hita. Fylg­ist vel með þeim en þær verða sér­lega stökk­ar og góðar.