Grillsumar

Veislulæri Hagkaups

Grillað lambalæri er hin fullkomna grillmáltíð því vel eldað lambakjöt er eins og við vit­um – algjört sælgæti. Að grilla lambalæri er fremur einfalt, þá ekki síst ef heimilið býr svo vel að eiga kjarnhitamæli. Meðlætið er eins einfalt og hugsast getur. Grillkartöflurnar leika þar stórt hlutverk og ekkert verið að flækja einfaldan hlut. Með kartöflunum er svo löguð einföld sósa úr sýrðum rjóma og steinselju. Grillaður maís og plómur sem búið er að skera í helminga og setja hunang yfir. Punkturinn yfir i-ið eru síðan portobello-svepp­irnir sem búið er að fylla með frönskum camembert-osti.

 

Veislulæri Hagkaups

 

 • Grilllæri frá Hag­kaup sem búið er að mar­in­era með ís­lensk­um kryd­d­jurt­um.
 • Bök­un­ar­kart­öfl­ur
 • Fersk­ur maís
 • Plóm­ur
 • Hun­ang
 • Pip­arostasósa
 • BBQ-sósa: Famous Dave Texas Dip

Dress­ing:

 • Sýrður rjómi
 • Fersk stein­selja

Aðferð:

 1. Hitið grillið upp í miðlungs­hita og setjið lærið á það. Æskilegt er að kjötið sé við stofu­hita þegar það fer á grillið.
 2. Snúið lær­inu reglu­lega (á 15-20 mín­útna fresti) uns kjarn­hit­inn er kom­inn upp í 65 gráður. Penslið reglu­lega með BBQ-sósu.
 3. Á sama tíma skal byrja að grilla kart­öfl­urn­ar en gott er að for­baka þær í ofni þar sem þær þurfa tölu­vert lang­an tíma til að verða geg­neldaðar.
 4. Hreinsið maís­inn og sjóðið í nokkr­ar mín­út­ur til að hann þurfi styttri tíma á grill­inu. Setjið því næst á grillið.
 5. Hreinsið stilk­inn og skafið inn­an úr svepp­un­um. Skerið ost­inn í sneiðar og raðið inn í svepp­inn.
 6. Skerið plóm­urn­ar í tvennt. Fjar­lægið stein­inn og hellið hun­angi yfir.
 7. Hitið sós­una upp í potti.
 8. Setjið maís­inn, svepp­ina og plóm­urn­ar á grillið og grillið uns til­búið.
 9. Takið af grill­inu, gott er að láta kjötið hvíla um stund áður en það er borið fram en hér er öll­um matn­um raðað á eitt fat og borið fram þannig.
 10. Afar ein­föld en al­gjör­lega frá­bær máltíð.

Grillsumar

Veislulæri Hagkaups

Grillað lambalæri er hin fullkomna grillmáltíð því vel eldað lambakjöt er eins og við vit­um – algjört sælgæti. Að grilla lambalæri er fremur einfalt, þá ekki síst ef heimilið býr svo vel að eiga kjarnhitamæli. Meðlætið er eins einfalt og hugsast getur. Grillkartöflurnar leika þar stórt hlutverk og ekkert verið að flækja einfaldan hlut. Með kartöflunum er svo löguð einföld sósa úr sýrðum rjóma og steinselju. Grillaður maís og plómur sem búið er að skera í helminga og setja hunang yfir. Punkturinn yfir i-ið eru síðan portobello-svepp­irnir sem búið er að fylla með frönskum camembert-osti.

 

Veislulæri Hagkaups

 

 • Grilllæri frá Hag­kaup sem búið er að mar­in­era með ís­lensk­um kryd­d­jurt­um.
 • Bök­un­ar­kart­öfl­ur
 • Fersk­ur maís
 • Plóm­ur
 • Hun­ang
 • Pip­arostasósa
 • BBQ-sósa: Famous Dave Texas Dip

Dress­ing:

 • Sýrður rjómi
 • Fersk stein­selja

Aðferð:

 1. Hitið grillið upp í miðlungs­hita og setjið lærið á það. Æskilegt er að kjötið sé við stofu­hita þegar það fer á grillið.
 2. Snúið lær­inu reglu­lega (á 15-20 mín­útna fresti) uns kjarn­hit­inn er kom­inn upp í 65 gráður. Penslið reglu­lega með BBQ-sósu.
 3. Á sama tíma skal byrja að grilla kart­öfl­urn­ar en gott er að for­baka þær í ofni þar sem þær þurfa tölu­vert lang­an tíma til að verða geg­neldaðar.
 4. Hreinsið maís­inn og sjóðið í nokkr­ar mín­út­ur til að hann þurfi styttri tíma á grill­inu. Setjið því næst á grillið.
 5. Hreinsið stilk­inn og skafið inn­an úr svepp­un­um. Skerið ost­inn í sneiðar og raðið inn í svepp­inn.
 6. Skerið plóm­urn­ar í tvennt. Fjar­lægið stein­inn og hellið hun­angi yfir.
 7. Hitið sós­una upp í potti.
 8. Setjið maís­inn, svepp­ina og plóm­urn­ar á grillið og grillið uns til­búið.
 9. Takið af grill­inu, gott er að láta kjötið hvíla um stund áður en það er borið fram en hér er öll­um matn­um raðað á eitt fat og borið fram þannig.
 10. Afar ein­föld en al­gjör­lega frá­bær máltíð.