Jólalán Hagkaups


Hagkaup hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum að versla allt fyrir jólin á einum stað með Jólaláni Hagkaups. Jólalánið er vaxtalaust með greiðsludreifingu í allt að 6 mánuði og fyrstu afborgun 2. mars 2017. Lánið ber 3,5% lántökugjald af höfuðstól.

Til að eiga kost á að taka Jólalán þurfa viðskiptavinir að hafa kreditkort, MasterCard, Amex eða Visa, og úttektarheimild þarf að vera næg. Að öðru leyti þurfa viðskiptavinir að uppfylla skilyrði raðgreiðslulána Borgunar hf. hvað varðar lánamörk og leyfilegan fjölda raðgreiðslusamninga pr. kort.

Þeim sem eru að velta Jólaláni fyrir sér er bent á síðuna Spurt og svarað, en þar er að finna svör við algengustu spurningum viðskiptavina.

Lánin eru afgreidd á merktum kössum í öllum verslunum en þar er einnig hægt að fá nánari upplýsingar. Hér að neðan má sjá nokkur dæmi um afborganir en þær má einnig áætla á einfaldan hátt:

mánaðarleg afborgun = höfuðstóll * 1,035/fjölda afborgana + uppgjörsgjald

Dæmi um afborganir:

Lánsupphæð

Fj. afborgana

Mánaðarleg afborgun

40.000 kr.

3

14.205 kr.

40.000 kr.

6

7.305 kr.

60.000 kr.

3

21.105 kr.

60.000 kr.

6

10.755 kr.

100.000 kr.

3

34.905 kr.

100.000 kr.

6

17.655 kr.

Jólalán Hagkaups verða í boði til og með 24. desember 2016.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica