Vegna
samkomubanns
VINSAMLEG TILMÆLI TIL VIÐSKIPTAVINA HAGKAUPS VERSLANA
Kæru viðskiptavinir, nú þegar samkomubann hefur tekið gildi skorum við
á viðskiptavini okkar að hafa eftirfarandi í huga:
Dreifum álaginu – Langur opnunartími verslana
- Við hvetjum viðskiptavini að nýta sér langan opnunartíma Hagkaups verslana til að forðast biðraðir fyrir utan verslanir á álagstímum.
- Í Skeifu og Garðabæ er opið allan sólarhringinn.
- Í Spöng, Eiðistorgi og Akureyri er opið frá 08:00 til 00:00 alla daga.
Margir saman að versla? – 100 manns hámarksfjöldi*
- Við hvetjum viðskiptavini að fjölmenna ekki í verslanir og að heimili sendi (ef mögulegt er) aðeins einn aðila til að sjá um innkaupin. * skv. samkomubanni; 100 manna hámarksfjöldi í versluninni hverju sinni
Nánd milli manna – a.m.k. 2 metrar
- Hjálpumst að og virðum tilmæli samkomubannsins um að nánd milli manna sé a.m.k. 2 metrar. Þetta á sérstaklega við um biðraðir á afgreiðslukassa.
Hreinar hendur – Handsótthreinsir og hanskar
- Munum eftir handsótthreinsi (skammtarar víðsvegar um verslunina) og notum einnota hanska þar sem við á (s.s. áður en áhöld eru notuð).
Opnum skápana – Minnkum matarsóun
- Við hvetjum alla Íslendinga að opna skápana heima fyrir og nýta þau matvæli sem til eru. Þannig lágmörkum við matarsóun og fækkum óþarfa búðarferðum.