Spurt og

svarað

Hvað er Gjafakort Hagkaups?

Gjafakortið er rafrænt inneignarkort sem gefið er út af Hagkaup en það gildir til greiðslu á vöru og þjónustu hjá fyrirtækinu. Kortið hefur sömu virkni og debetkort nema að því leyti að það er handhafakort, þ.e. án myndar og undirskriftar.

Fyrir hverja er Gjafakortið ætlað?

Gjafakortið er t.d. ætlað þeim sem vilja gefa inneign í verslunum Hagkaups. Það er einföld og þægileg gjöf sem veitir viðtakanda frelsi til að velja það sem hann sjálfur vill. Þá er Gjafakortið afar hentugt fyrir foreldra barna sem vilja t.d. láta þau hafa vasapening, en geta um leið vitað hvar peningunum er eytt.

Er aldurstakmark eða önnur skilyrði varðandi handhafa Gjafakortsins?

Nei, hver sem er getur verið handhafi Gjafakortsins.

Eru einhverjar lágmarks- eða hámarks upphæðir í kaupum á Gjafakorti?

Lágmarks upphæð við kaup á Gjafakorti er kr. 2.000 og engar kvaðir gilda um hámarks upphæð. Hins vegar er engin lágmarks upphæð ef fyllt er á kortið.

Ef ég á innstæðu á Gjafakorti, get ég fengið hana greidda út í reiðufé?

Nei, það er ekki hægt að fá innstæðu á Gjafakorti greidda út í reiðufé.

Hvernig sé ég hvað ég á mikla inneign á Gjafakorti?

Á vefnum er hægt að kanna stöðu á Gjafakorti og á þjónustuborðum verslana.

Hvað gerist ef ég týni Gjafakorti? Glata ég innstæðunni?

Það er möguleiki að finna kortið, loka því og færa innstæðuna inn á nýtt kort. Þetta er þó aðeins hægt ef kennitala eigenda er skráð á kortið. Ef eigandi hefur fengið kortið að gjöf þarf hann að vita kennitölu gefanda, þ.e. ef kortið hefur ekki verið skráð á eiganda.

Get ég lagt aukalega inn á Gjafakort?

Já, það er alltaf hægt að fylla á Gjafakort. Það er gert með því að fara á afgreiðslukassa í verslunum Hagkaups.

Get ég fært innstæðu frá einu Gjafakorti yfir á annað?

Nei.

Er einhver fyrningarfrestur á innstæðu Gjafakorts?

Inneign á Gjafakorti fyrnist eftir tvö ár frá síðustu notkun.

Get ég notað Gjafakort annars staðar en í verslunum Hagkaups?

Nei, Gjafakortið er eingöngu ætlað til notkunar í verslunum Hagkaups.

Virkar Gjafakortið í hraðbönkum?

Nei, Gjafakortið er ekki hefðbundið debetkort og virkar því ekki í hraðbönkum.