Persónuvernd

umsýsla gagna á hagkaup.is

Hagkaup leggur mikla áherslu á ábyrga meðhöndlun persónuupplýsinga. 

Sendi notendur inn ábendingu eða atvinnuumsókn gegnum vefinn eru þau gögn send áfram til viðeigandi starfsmanna Hagkaups. Innsendum gögnum er ekki miðlað til þriðja aðila án samráðs. Vefkerfi hagkaup.is vistar innsendingar tímabundið til að tryggja afhendingu, en þeim er sjálfkrafa eytt að 30 dögum liðnum. Samskipti við vefþjóna eru dulkóðuð yfir öruggar vefslóðir (https).

Upplýsingar um stöðu kortainneignar eru sóttar beint í kerfi Landsbanka og engin gögn því tengd eru geymd í vefkerfi hagkaup.is. Umsóknir tengdar viðskiptakortum fara alfarið fram í öruggu vefumhverfi Borgunar.

Síðast uppfært 6. janúar 2021