Starfsmannamál

Hagkaup er rótgróið en framsækið fyrirtæki á íslenskum smásölumarkaði. Hjá Hagkaup starfar samhentur hópur fólks, um 700-750 manns í 500 stöðugildum. Í Hagkaup er lögð rík áherslu á stundvísi, áreiðanleika og þjónustulund hjá starfsfólki. Hagkaup rekur umfangsmikla fræðslustarfsemi og er nýliðaþjálfun ásamt símenntun starfsmanna hluti af henni. Starfsþróun í fyrirtækinu er virk og möguleikar þeirra sem hafa metnað, áhuga og dugnað eru miklir innan Hagkaupa. Þannig hafa flestir í yfirstjórn fyrirtækisins unnið sig upp í sínar stöður.

Hægt er að sækja um starf hjá Hagkaupi með því að skila inn umsókn í einhverri af verslunum fyrirtækisins eða með því að fylla út umsókn hér.