Um Hagkaup

allt til alls

Ágrip

Hagkaup var stofnað árið 1959 og starfaði fyrstu árin aðeins sem póstverslun. Fyrsta verslunin var opnuð við Miklatorg í Reykjavík árið 1967. Árið 1970 opnaði Hagkaup fyrsta stórmarkað sinn í Skeifunni, þar sem verslunin er starfrækt enn þann dag í dag.

Hagkaup er leiðandi smásölufyrirtæki sem býður breitt úrval af vörum til daglegra þarfa í matvöru, fatnaði, snyrtivöru, húsbúnaði og tómstundavöru. Hagkaup leggur sérstaka áherslu á þjónustu og gott aðgengi að vörum og kappkostað er við að gera verslunarferðina eins ánægjulega og hagkvæma fyrir viðskiptavininn og mögulegt er. Hagkaup býður upp á um 60.000 vöruliði.  Í matvörudeild eru um 10.000 vöruliðir, snyrtivöru rúmlega 20.000 vöruliðir og í sérvöru telja þeir um 30.000, að teknu tilliti til árstíðabundinnar vöru.

Eftir efnahagshrunið 2008 breyttust þarfir og forgangsröðun viðskiptavinanna frá því sem verið hafði síðustu árin þar á undan. Til að mæta þeim þörfum hefur Hagkaup gert breytingar í vöruúrvali auk þess að lengja opnunartíma. Hvorutveggja hefur mælst vel fyrir hjá viðskiptavinum og reynst hagkvæm breyting fyrir Hagkaup. Tvær Hagkaupsverslanir eru nú opnar allan sólarhringinn og býður Hagkaup sama verð í öllum verslunum sínum.

Hagkaup rekur sjö verslanir, en sex þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Hagkaup starfa 700-750 starfsmenn. Framkvæmdastjóri Hagkaups er Sigurður Reynaldsson.

Skrifstofur Hagkaups eru til húsa í Skútuvogi 5 og eru þær opnar daglega á milli kl. 9:00-16:00. Aðalnúmer Hagkaups er 563-5000.

Virðisaukskattsnúmer Hagkaups er 106033.

Hagkaup er skráð í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra og er með starfsleyfi frá heilbrigðiseftirlitinu.

Stjórn

Í yfirstjórn Hagkaups eru eftirtalin:

Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri
Ísak Pálmason, fjármálastjóri
Svanberg Halldórsson, rekstrarstjóri verslana
Brynjar Ingólfsson, rekstrarstjóri innkaupa- og markaðssviðs
Arndís Arnardóttir, starfsmannastjóri