Samskipti

þú skiptir máli

Hjá Hagkaup er viðskiptavinurinn settur í öndvegi. Öll starfsemi fyrirtækisins miðast við að gera samskipti viðskiptavina við Hagkaup sem ánægjulegust og árangursríkust. Lagt er kapp á að vöruúrval, þjónusta og aðbúnaður séu til þess fallin að þetta markmið náist.

Hagkaup leggur áherslu á að kynna viðskiptavinum rétt þeirra sem neytendur og eru skilmálar fyrirtækisins varðandi vöruskil og vöruskipti birtir í öllum verslunum sem og hér á vefnum. Þá óskar fyrirtækið eftir því að viðskiptavinir láti vita ef þeim finnst eitthvað ábótavant í vöruframboði, þjónustu eða aðbúnaði, en auðvitað er gaman að fá einnig ábendingu um það sem vel er gert.

Afslættir á afsláttardögum virkjast klukkan 06:00 á upphafsdegi og eru virkir til 23:59 á lokadegi afsláttarins.