Uppskrift

Heimabakað heilhveiti­brauð

Fordeig:
250 g heilhveiti
5 g pressuger
250 ml vatn
Deig:
250 g heilhveiti
10 g pressuger
15 g salt
80 ml vatn

Lagið fordeigið, setjið allt saman og vinnið rólega í 1 mín. og á miðjuhraða í 4 mín. Látið fordeigið í skál og inn í kæli yfir nótt. Fordeigið gefur brauðinu meiri kraft þar sem heilhveitið er mjög þungt í sér.
Blandið öllu saman sem á að fara í deigið út í fordeigið. Vinnið rólega í 2 mín. og á miðjuhraða í 5 mín. Setjið deigið á borð eða í skál og leggið rakan klút yfir. Látið hefast í 1 klst. Mótið þá brauð og setjið í formið (ath. að sum form þarf að fita pínulítið með smjöri eða olíu). Látið deigið hefast í um 30 mín. eða þar til það hefur tvöfaldast. Setjið brauðið inn í 240°C heitan ofninn og úðið vatni í ofninn um leið. Lækkið hitann niður í 220°C og bakið í um 25–30 mín. Sláið aðeins undir brauðið, ef tómahljóð heyrist er brauðið bakað.


Uppskriftir

Heimabakað heilhveiti­brauð

Fordeig:
250 g heilhveiti
5 g pressuger
250 ml vatn
Deig:
250 g heilhveiti
10 g pressuger
15 g salt
80 ml vatn

Lagið fordeigið, setjið allt saman og vinnið rólega í 1 mín. og á miðjuhraða í 4 mín. Látið fordeigið í skál og inn í kæli yfir nótt. Fordeigið gefur brauðinu meiri kraft þar sem heilhveitið er mjög þungt í sér.
Blandið öllu saman sem á að fara í deigið út í fordeigið. Vinnið rólega í 2 mín. og á miðjuhraða í 5 mín. Setjið deigið á borð eða í skál og leggið rakan klút yfir. Látið hefast í 1 klst. Mótið þá brauð og setjið í formið (ath. að sum form þarf að fita pínulítið með smjöri eða olíu). Látið deigið hefast í um 30 mín. eða þar til það hefur tvöfaldast. Setjið brauðið inn í 240°C heitan ofninn og úðið vatni í ofninn um leið. Lækkið hitann niður í 220°C og bakið í um 25–30 mín. Sláið aðeins undir brauðið, ef tómahljóð heyrist er brauðið bakað.