Uppskrift

Afrískt lambalæri

fyrir 4-6 að hætti Rikku

1 stutt lambalæri (1,5 kg)
2 hvítlauksrif, pressuð
2 msk ólífuolía
2 tsk cumin fræ
1 msk fennel fræ
1 tsk kóríanderfræ
1 laukur, sneiddur
2 tsk rifinn engifer
2 tsk Harissa mauk
1 dós hakkaðir tómatar
1 kanilstöng
100 g grófhakkaðar döðlur

Hitið ofninn í 150 °C. Stingið raufar í kjötið og stingið bút af hvítlauki í þau. Berið ólífuolíu á lambið. Steytið kryddin saman í morteli og stráið yfir kjötið. Hitið smá olíu á pönnu og steikið laukinn þar til að hann verður mjúkur í gegn. Bætið engifer og Harissa mauki saman við ásamt tómötum, kanilstöng og döðlum. Látið malla saman í 2-3 mínútur. Leggið lambið í steikarfat með loki og hellið tómatblöndunni sitt hvoru megin við lambið. Setjið lokið á og bakið í ofninum í 1 1/2 - 2 klst. Gott er að bera réttinn fram með kús kús og fersku salati.

Uppskriftir

Afrískt lambalæri

fyrir 4-6 að hætti Rikku

1 stutt lambalæri (1,5 kg)
2 hvítlauksrif, pressuð
2 msk ólífuolía
2 tsk cumin fræ
1 msk fennel fræ
1 tsk kóríanderfræ
1 laukur, sneiddur
2 tsk rifinn engifer
2 tsk Harissa mauk
1 dós hakkaðir tómatar
1 kanilstöng
100 g grófhakkaðar döðlur

Hitið ofninn í 150 °C. Stingið raufar í kjötið og stingið bút af hvítlauki í þau. Berið ólífuolíu á lambið. Steytið kryddin saman í morteli og stráið yfir kjötið. Hitið smá olíu á pönnu og steikið laukinn þar til að hann verður mjúkur í gegn. Bætið engifer og Harissa mauki saman við ásamt tómötum, kanilstöng og döðlum. Látið malla saman í 2-3 mínútur. Leggið lambið í steikarfat með loki og hellið tómatblöndunni sitt hvoru megin við lambið. Setjið lokið á og bakið í ofninum í 1 1/2 - 2 klst. Gott er að bera réttinn fram með kús kús og fersku salati.