Uppskrift

BBQ nautarif

Marinering fyrir rif
1 msk fennelfræ
1 msk svartur pipar
½ msk chiliflögur
4 msk reykt paprikuduft
4 stk kaffibaunir
6 stk stjörnuanís
40 gr salt
170 gr púðursykur

Nautarifin
1200 gr nautarif
2 stk bjórar 330 ml
álpappír
sjávarsalt

Heimalöguð bbq sósa
½ l tómatsósa
125 ml epla edik
125 ml maple sýróp
125 ml eplasafi
125 gr sætt sinnep
75 ml chipotle paste
1 stk laukur (fínt skorinn)
2 stk hvítlauksrif
125 gr púðursykur
125 gr apríkósusulta
sjávarsalt

Sem meðlæti mælir Eyþór með: Kartöflu og maíssalat með kirsjuberjatómötum. Sjá í meðlæti


Setjið öll heilu kryddin og kaffibaunirnar saman í mortel og brjótið gróft niður. Setjið restina af kryddunum ásamt sykrinum og saltinu í skál með nýmalaða kryddinu og blandið öllu vel saman. Hjúpið rifin með kryddblöndunni báðum megin og setjið inn í ísskáp og látið standa í ca 14 tíma. Pakkið 3-4 rifjabitum inn í álpappír ásamt ca 150 ml af bjór í hvern pakka . Setjið rifin inn í 130 gráðu heitan ofninn og eldið í 3½ klst. Takið rifin úr álpappírnum, setjið í eldfast mót og pennslið þau vel með bbq sósunni. Setjið inn í 200°C heitan ofninn í 7 mín.


Heimalöguð bbq sósa
Setjið allt hráefnið í pott og sjóðið við vægan hita í ca. 45 mín eða þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Maukið sósuna með töfrasprota og smakkið hana til með salti.
Uppskriftir

BBQ nautarif

Marinering fyrir rif
1 msk fennelfræ
1 msk svartur pipar
½ msk chiliflögur
4 msk reykt paprikuduft
4 stk kaffibaunir
6 stk stjörnuanís
40 gr salt
170 gr púðursykur

Nautarifin
1200 gr nautarif
2 stk bjórar 330 ml
álpappír
sjávarsalt

Heimalöguð bbq sósa
½ l tómatsósa
125 ml epla edik
125 ml maple sýróp
125 ml eplasafi
125 gr sætt sinnep
75 ml chipotle paste
1 stk laukur (fínt skorinn)
2 stk hvítlauksrif
125 gr púðursykur
125 gr apríkósusulta
sjávarsalt

Sem meðlæti mælir Eyþór með: Kartöflu og maíssalat með kirsjuberjatómötum. Sjá í meðlæti


Setjið öll heilu kryddin og kaffibaunirnar saman í mortel og brjótið gróft niður. Setjið restina af kryddunum ásamt sykrinum og saltinu í skál með nýmalaða kryddinu og blandið öllu vel saman. Hjúpið rifin með kryddblöndunni báðum megin og setjið inn í ísskáp og látið standa í ca 14 tíma. Pakkið 3-4 rifjabitum inn í álpappír ásamt ca 150 ml af bjór í hvern pakka . Setjið rifin inn í 130 gráðu heitan ofninn og eldið í 3½ klst. Takið rifin úr álpappírnum, setjið í eldfast mót og pennslið þau vel með bbq sósunni. Setjið inn í 200°C heitan ofninn í 7 mín.


Heimalöguð bbq sósa
Setjið allt hráefnið í pott og sjóðið við vægan hita í ca. 45 mín eða þar til laukurinn er orðinn mjúkur. Maukið sósuna með töfrasprota og smakkið hana til með salti.