Uppskrift

Glútenlausar múffur

2½ dl möndlumjólk, hrísmjólk, sojamjólk eða mjólk
¾ dl kaldpressuð kókosolía
1½ dl agavesíróp
1½–2 tsk vanilluduft
2–3 msk fínt rifið appelsínuhýði
½ dl kartöflumjöl
3 msk möluð hörfræ
1½ dl hrísgrjónamjöl
1¼ dl fínt malaðar þurr ristaðar möndlur
1 dl fínt malað þurr ristað kókosmjöl
1 dl kínóamjöl eða maísmjöl
¾ dl hreint kakóduft
2 tsk vínsteinslyftiduft
¼ tsk himalaya- eða sjávarsalt
Heslihnetusíróp:
100 g heslihnetur
2 dl dökkt agavesíróp

Múffur: Hitið ofninn í 180°C, setjið möndlumjólk, kókosolíu, agavesíróp, vanilluduft og appelsínuhýði í matvinnsluvél og blandið saman. Bætið síðan kartöflumjöli og möluðum hörfræjum út í og hrærið aðeins. Setjið restina af uppskriftinni í skál og blandið saman, hellið svo vökvablöndunni út í og blandið. Setjið í smurt múffuform eða bréf og bakið við 180°C í 20–25 mín.
Heslihnetusíróp:
Þurr ristið heslihneturnar í 200°C ofni í 5–6 mín. Kælið hneturnar og nuddið af þeim hýðið, t.d. með viskustykki. Setjið hneturnar í krukku, hellið yfir þær sírópinu og lokið krukkunni. Geymist í 2–3 mánuði.


Uppskriftir

Glútenlausar múffur

2½ dl möndlumjólk, hrísmjólk, sojamjólk eða mjólk
¾ dl kaldpressuð kókosolía
1½ dl agavesíróp
1½–2 tsk vanilluduft
2–3 msk fínt rifið appelsínuhýði
½ dl kartöflumjöl
3 msk möluð hörfræ
1½ dl hrísgrjónamjöl
1¼ dl fínt malaðar þurr ristaðar möndlur
1 dl fínt malað þurr ristað kókosmjöl
1 dl kínóamjöl eða maísmjöl
¾ dl hreint kakóduft
2 tsk vínsteinslyftiduft
¼ tsk himalaya- eða sjávarsalt
Heslihnetusíróp:
100 g heslihnetur
2 dl dökkt agavesíróp

Múffur: Hitið ofninn í 180°C, setjið möndlumjólk, kókosolíu, agavesíróp, vanilluduft og appelsínuhýði í matvinnsluvél og blandið saman. Bætið síðan kartöflumjöli og möluðum hörfræjum út í og hrærið aðeins. Setjið restina af uppskriftinni í skál og blandið saman, hellið svo vökvablöndunni út í og blandið. Setjið í smurt múffuform eða bréf og bakið við 180°C í 20–25 mín.
Heslihnetusíróp:
Þurr ristið heslihneturnar í 200°C ofni í 5–6 mín. Kælið hneturnar og nuddið af þeim hýðið, t.d. með viskustykki. Setjið hneturnar í krukku, hellið yfir þær sírópinu og lokið krukkunni. Geymist í 2–3 mánuði.