Uppskrift

GÓMSÆTAR GRÍSALUNDIR

400 g grísalundir
2 msk heilhveiti
¼ tsk salt
½ tsk pipar
2 msk ólífuolía
2 stk hvítlauksrif, pressuð
250 ml hvítvín
½ dl vatn
1/2 stk grænmetiskraftsteningur
3 msk sítrónusafi
2 msk kapers


Setjið hveitið, saltið og piparinn í glæran plastpoka, skerið lundirnar í 2 cm þykka bita og blandið saman við hveitið. Hitið ólífuolíuna og steikið bitana í mínútu á hvorri hlið, takið þá síðan frá. Steikið hvítlaukinn, hellið hvítvíninu út í og látið það malla í 5 mínútur. Hellið vatninu saman við og bætið kraftinum, sítrónusafanum og kapers út í og látið malla í 3 mínútur. Setjið kjötbitana út í og látið malla áfram í 4–5 mínútur. Gott að bera fram með klettasalati með eplum, sjá bls. 55.

Uppskriftir

GÓMSÆTAR GRÍSALUNDIR

400 g grísalundir
2 msk heilhveiti
¼ tsk salt
½ tsk pipar
2 msk ólífuolía
2 stk hvítlauksrif, pressuð
250 ml hvítvín
½ dl vatn
1/2 stk grænmetiskraftsteningur
3 msk sítrónusafi
2 msk kapers


Setjið hveitið, saltið og piparinn í glæran plastpoka, skerið lundirnar í 2 cm þykka bita og blandið saman við hveitið. Hitið ólífuolíuna og steikið bitana í mínútu á hvorri hlið, takið þá síðan frá. Steikið hvítlaukinn, hellið hvítvíninu út í og látið það malla í 5 mínútur. Hellið vatninu saman við og bætið kraftinum, sítrónusafanum og kapers út í og látið malla í 3 mínútur. Setjið kjötbitana út í og látið malla áfram í 4–5 mínútur. Gott að bera fram með klettasalati með eplum, sjá bls. 55.