Uppskrift

GÓMSÆTUR ­GRILLBORGARI

2 stk hvítlauksrif
2 tsk paprikukrydd
2 tsk oreganókrydd
1 stk brauðsneið
1 msk franskt sinnep
1 msk kapers
500 g nautahakk, 8–12% fita
1 stk egg
salt og nýmalaður pipar
4 stk ostsneiðar
4 stk hamborgarabrauð
4 stk beikonsneiðar, steiktar


Salsa með sýrðum rjóma:
1–2 stk lárperur, afhýddar, stein­hreinsaðar og skornar í litla bita
3 msk sterk mexíkósk salsasósa
4 msk sýrður rjómi 10%


Setjið hvítlaukinn, kryddin, brauðsneiðina, sinnepið og kapers í matvinnsluvél og vinnið vel saman. Bætið helmingnum af hakkinu saman við og þrýstið nokkrum sinnum á púlstakkann á matvinnsluvélinni svo að kryddblandan blandist vel saman við hakkið. Setjið hakkblönduna í skál og blandið afganginum af hakkinu ásamt egginu saman við með höndunum og mótið 4 hamborgara. Grillið hamborgarana í 4 mínútur á annarri hliðinni, snúið þeim við og leggið ostsneiðarnar ofan á og grillið áfram í 4 mínútur. Léttristið brauðin á grillinu og berið fram með steiktu beikoni og salsa með sýrðum rjóma.
Hrærið sýrða rjómanum saman við salsasósuna og bætið lárperu­bitunum út í og berið fram með hamborgurunum.

Uppskriftir

GÓMSÆTUR ­GRILLBORGARI

2 stk hvítlauksrif
2 tsk paprikukrydd
2 tsk oreganókrydd
1 stk brauðsneið
1 msk franskt sinnep
1 msk kapers
500 g nautahakk, 8–12% fita
1 stk egg
salt og nýmalaður pipar
4 stk ostsneiðar
4 stk hamborgarabrauð
4 stk beikonsneiðar, steiktar


Salsa með sýrðum rjóma:
1–2 stk lárperur, afhýddar, stein­hreinsaðar og skornar í litla bita
3 msk sterk mexíkósk salsasósa
4 msk sýrður rjómi 10%


Setjið hvítlaukinn, kryddin, brauðsneiðina, sinnepið og kapers í matvinnsluvél og vinnið vel saman. Bætið helmingnum af hakkinu saman við og þrýstið nokkrum sinnum á púlstakkann á matvinnsluvélinni svo að kryddblandan blandist vel saman við hakkið. Setjið hakkblönduna í skál og blandið afganginum af hakkinu ásamt egginu saman við með höndunum og mótið 4 hamborgara. Grillið hamborgarana í 4 mínútur á annarri hliðinni, snúið þeim við og leggið ostsneiðarnar ofan á og grillið áfram í 4 mínútur. Léttristið brauðin á grillinu og berið fram með steiktu beikoni og salsa með sýrðum rjóma.
Hrærið sýrða rjómanum saman við salsasósuna og bætið lárperu­bitunum út í og berið fram með hamborgurunum.