Uppskrift

GRILLAÐ JÓGÚRT- OG KRYDDLEGIÐ GRÍSAKEBAB

200 ml létt AB-mjólk
½ stk rifinn börkur af ½ sítrónu og safi úr ½ sítrónu
½ tsk cumin-krydd
½ tsk kóríander-krydd
¼ tsk cayenne pipar
800 g grísalund, skorin í 2 cm þykka kubba
4 stk ananashringir, skornir í fernt
salt og nýmalaður pipar
grillspjót


Leggið grillspjótin í vatn. Blandið AB-mjólk, sítrónusafa og berki saman í skál ásamt kryddunum. Takið helminginn af maríneringunni frá og notið sem sósu með kjötinu. Setjið kjötið í hinn helminginn og marínerið í 30–40 mínútur eða lengur. Þræðið kjötið upp á spjótin ásamt ananasinum og grillið í u.þ.b. 10 mínútur á hvorri hlið, kryddið með salti og pipar. Gott er að bera kebabið fram með fersku salati og naan brauði.

Uppskriftir

GRILLAÐ JÓGÚRT- OG KRYDDLEGIÐ GRÍSAKEBAB

200 ml létt AB-mjólk
½ stk rifinn börkur af ½ sítrónu og safi úr ½ sítrónu
½ tsk cumin-krydd
½ tsk kóríander-krydd
¼ tsk cayenne pipar
800 g grísalund, skorin í 2 cm þykka kubba
4 stk ananashringir, skornir í fernt
salt og nýmalaður pipar
grillspjót


Leggið grillspjótin í vatn. Blandið AB-mjólk, sítrónusafa og berki saman í skál ásamt kryddunum. Takið helminginn af maríneringunni frá og notið sem sósu með kjötinu. Setjið kjötið í hinn helminginn og marínerið í 30–40 mínútur eða lengur. Þræðið kjötið upp á spjótin ásamt ananasinum og grillið í u.þ.b. 10 mínútur á hvorri hlið, kryddið með salti og pipar. Gott er að bera kebabið fram með fersku salati og naan brauði.