Uppskrift

Grillað lambalæri með kryddjurtum og hunangssinnepi

fyrir 6 að hætti Rikku

1 lambalæri (2-2 ½ kg)
4 hvítlauksrif
10 fersk mintulauf
2 msk púðursykur
1 msk þurrkað rósmarín
5 msk dijon hunangssinnep
2 msk ólífuolía
Salt og nýmalaður pipar

Stingið lærið á nokkrum stöðum með breiðum hníf og kryddið með salti og pipar. Hitið gasgrillið mjög vel. Setjið hvítlauksrif í matvinnsluvélina og maukið, bætið mintu, púðursykri, rósmarín, sinnepi og olíu saman við og blandið vel saman. Smyrjið maukinu á lærið. Stillið á lægsta hitann á grillinu og leggið kjötið á það, best er að hafa álbakka undir því. Grillið kjötið við vægan hita án þess að snúa því í 1½ - 2 klukkustundir eða þar til að kjarnhitinn mælist 70°C. Gott er að bera lærið fram með fersku salati, grilluðum kartöflum og kaldri sósu.

Uppskriftir

Grillað lambalæri með kryddjurtum og hunangssinnepi

fyrir 6 að hætti Rikku

1 lambalæri (2-2 ½ kg)
4 hvítlauksrif
10 fersk mintulauf
2 msk púðursykur
1 msk þurrkað rósmarín
5 msk dijon hunangssinnep
2 msk ólífuolía
Salt og nýmalaður pipar

Stingið lærið á nokkrum stöðum með breiðum hníf og kryddið með salti og pipar. Hitið gasgrillið mjög vel. Setjið hvítlauksrif í matvinnsluvélina og maukið, bætið mintu, púðursykri, rósmarín, sinnepi og olíu saman við og blandið vel saman. Smyrjið maukinu á lærið. Stillið á lægsta hitann á grillinu og leggið kjötið á það, best er að hafa álbakka undir því. Grillið kjötið við vægan hita án þess að snúa því í 1½ - 2 klukkustundir eða þar til að kjarnhitinn mælist 70°C. Gott er að bera lærið fram með fersku salati, grilluðum kartöflum og kaldri sósu.