Uppskrift

Grillað nautafille með parmesan polentu og gráðostasveppum

fyrir 4 að hætti Rikku

800 g nautafille
2-3 hvítlauksrif, pressuð
1 tsk cumin krydd
salt og nýmalaður pipar
3 msk ólífuolía

Parmesan Polenta
2 msk ólífuolía
1 skalottlaukur, saxaður
1, 5 l grænmetissoð (eða 1,5 l vatn og 2 1/2 grænmetisteningur)
350 g polenta
60 g rifinn parmesanostur
salt og nýmalaður pipar

Gráðaostasveppir
3 msk ólífuolía
150 g blandaðir sveppir (shitake, kastaníu og íslenskir t.d)
1 tsk ferskt garðablóðberg (timjan)
3 msk gráðaostur
salt og nýmalaður pipar

Setjið hvítlauk, cumin krydd, salt, pipar og ólífuolíu saman í skál, veltið nautakjötinu upp úr blöndunni og látið standa í 30-60 mínútur í ísskáp. Takið kjötið út 10 mínútum áður en það er eldað. Grillið kjötið við meðalhita í 4-5 mínútur á hvorri hlið. Pakkið kjötinu inn í álpappír og látið það standa í 5-7 mínútur.

Parmesan Polenta: Steikið laukinn í potti við meðalhita. Hellið vatninu saman við og sjóðið, bætið polentunni við og látið malla þar til að blandan þykknar u.þ.b. 5-7 mínútur. Kryddið polentuna, bætið parmesanostinum saman við og
berið fram.

Gráðaostasveppir: Steikið sveppina vel upp úr olíunni og bætið garðablóðberginu og gráðaostinum saman við. Kryddið með salti og pipar og berið fram með kjötinu og polentunni.

Uppskriftir

Grillað nautafille með parmesan polentu og gráðostasveppum

fyrir 4 að hætti Rikku

800 g nautafille
2-3 hvítlauksrif, pressuð
1 tsk cumin krydd
salt og nýmalaður pipar
3 msk ólífuolía

Parmesan Polenta
2 msk ólífuolía
1 skalottlaukur, saxaður
1, 5 l grænmetissoð (eða 1,5 l vatn og 2 1/2 grænmetisteningur)
350 g polenta
60 g rifinn parmesanostur
salt og nýmalaður pipar

Gráðaostasveppir
3 msk ólífuolía
150 g blandaðir sveppir (shitake, kastaníu og íslenskir t.d)
1 tsk ferskt garðablóðberg (timjan)
3 msk gráðaostur
salt og nýmalaður pipar

Setjið hvítlauk, cumin krydd, salt, pipar og ólífuolíu saman í skál, veltið nautakjötinu upp úr blöndunni og látið standa í 30-60 mínútur í ísskáp. Takið kjötið út 10 mínútum áður en það er eldað. Grillið kjötið við meðalhita í 4-5 mínútur á hvorri hlið. Pakkið kjötinu inn í álpappír og látið það standa í 5-7 mínútur.

Parmesan Polenta: Steikið laukinn í potti við meðalhita. Hellið vatninu saman við og sjóðið, bætið polentunni við og látið malla þar til að blandan þykknar u.þ.b. 5-7 mínútur. Kryddið polentuna, bætið parmesanostinum saman við og
berið fram.

Gráðaostasveppir: Steikið sveppina vel upp úr olíunni og bætið garðablóðberginu og gráðaostinum saman við. Kryddið með salti og pipar og berið fram með kjötinu og polentunni.