Uppskrift

Hráskinku og parmesanfyllt lambaprime með sérrísoði

fyrir 4 að hætti Rikku

800 g lamba prime
80 g parmesanostur
8 sneiðar hráskinka
10 fersk basillauf
Salt og pipar
Kokkaband
2 msk olía
200 ml þurrt serrí
150 ml vatn
1 kjötkraftsteningur
salt og pipar

Hitið ofninn í 200°C. Skerið raufar í kjötið og fletjið örlítið út með kökukefli. Kryddið kjötið með salti og pipar og fyllið með hráskinku, parmesan og basiliku. Bindið kjötið saman með kokkabandinu. Hitið olíuna á meðalheitri pönnu og brúnið kjötið. Raðið því á pappírsklædda plötu og bakið í 10-15 mínútur eða þar til að kjarnhiti hefur náð 60-65°C.

Hellið sérríinu á heita pönnuna og látið malla í mínútu. Bætið vatninu og kraftinum saman við og látið sjóða niður um helming. Kryddið með salti og pipar og berið fram. Gott er að bera réttinn fram með kartöflumús.

Uppskriftir

Hráskinku og parmesanfyllt lambaprime með sérrísoði

fyrir 4 að hætti Rikku

800 g lamba prime
80 g parmesanostur
8 sneiðar hráskinka
10 fersk basillauf
Salt og pipar
Kokkaband
2 msk olía
200 ml þurrt serrí
150 ml vatn
1 kjötkraftsteningur
salt og pipar

Hitið ofninn í 200°C. Skerið raufar í kjötið og fletjið örlítið út með kökukefli. Kryddið kjötið með salti og pipar og fyllið með hráskinku, parmesan og basiliku. Bindið kjötið saman með kokkabandinu. Hitið olíuna á meðalheitri pönnu og brúnið kjötið. Raðið því á pappírsklædda plötu og bakið í 10-15 mínútur eða þar til að kjarnhiti hefur náð 60-65°C.

Hellið sérríinu á heita pönnuna og látið malla í mínútu. Bætið vatninu og kraftinum saman við og látið sjóða niður um helming. Kryddið með salti og pipar og berið fram. Gott er að bera réttinn fram með kartöflumús.