Uppskrift

HRÁSKINKUVAFIN FYLLT GRÍSALUND

200 g döðlur, saxaðar
150 ml appelsínusafi
50 g ristaðar furuhnetur
700 g grísalundir
4 stk hráskinkusneiðar
nýmalaður pipar
Döðlu og kókossósa:
1 msk olía
1 stk hvítlauksrif, pressað
100 g döðlumauk
1 dós létt kókosmjólk
1 stk grænmetiskraftsteningur
salt og nýmalaður piparHitið ofninn í 220°C. Setjið döðlur og appelsínusafa í pott og látið malla þar til döðlurnar verða að mauki. Kælið stutta stund og blandið furuhnetunum saman við. Skerið rauf eftir endilangri svínalundinni og fyllið hana með döðlumaukinu. Kryddið lundina með pipar og vefjið hráskinkusneiðum utan um hana. Leggið lundina á pappírsklædda ofnplötu og bakið í ofninum í 15 mínútur. Lækkið þá hitann í 180°C og bakið áfram í 10–15 mínútur. Á meðan kjötið er í ofninum steikið þá hvítlaukinn upp úr olíu á meðalheitri pönnu, bætið döðlumaukinu, kókosmjólkinni og grænmetiskraftinum saman við og látið malla þar til kjötið er tilbúið. Kryddið sósuna með salti og pipar eftir smekk.

Uppskriftir

HRÁSKINKUVAFIN FYLLT GRÍSALUND

200 g döðlur, saxaðar
150 ml appelsínusafi
50 g ristaðar furuhnetur
700 g grísalundir
4 stk hráskinkusneiðar
nýmalaður pipar
Döðlu og kókossósa:
1 msk olía
1 stk hvítlauksrif, pressað
100 g döðlumauk
1 dós létt kókosmjólk
1 stk grænmetiskraftsteningur
salt og nýmalaður piparHitið ofninn í 220°C. Setjið döðlur og appelsínusafa í pott og látið malla þar til döðlurnar verða að mauki. Kælið stutta stund og blandið furuhnetunum saman við. Skerið rauf eftir endilangri svínalundinni og fyllið hana með döðlumaukinu. Kryddið lundina með pipar og vefjið hráskinkusneiðum utan um hana. Leggið lundina á pappírsklædda ofnplötu og bakið í ofninum í 15 mínútur. Lækkið þá hitann í 180°C og bakið áfram í 10–15 mínútur. Á meðan kjötið er í ofninum steikið þá hvítlaukinn upp úr olíu á meðalheitri pönnu, bætið döðlumaukinu, kókosmjólkinni og grænmetiskraftinum saman við og látið malla þar til kjötið er tilbúið. Kryddið sósuna með salti og pipar eftir smekk.