Uppskrift

HUMARSÚPA MEÐ KÓKOS OG FENNIKU

400 g humar í skel
2 msk ólífuolía
3 stk skalottlaukar, saxaðir
2 msk rifið engifer
1 stk chili-aldin, saxað
2 stk fennikur, saxaðar
2 msk sítrónusafi
4 msk fljótandi humarkraftur
400 ml vatn
800 ml kókosmjólk
salt og nýmalaður pipar
handfylli af kóríanderlaufi, söxuðu


Skelflettið humarinn. Steikið laukinn, engifer, chili-aldinið, fenniku þar til fennikan er orðin mjúk í gegn. Bætið humarskeljunum og sítrónusafanum út í ásamt vatninu og humarkraftinum. Látið malla við meðalhita í 25–30 mínútur. Sigtið soðið frá og setjið það aftur í pottinn. Hellið kókosmjólkinni út í og hleypið suðunni upp. Lækkið hitann og setjið humarhalana út í og kryddið með salti og pipar. Látið súpuna malla í 3–4 mínútur. Stráið kóríanderlaufum yfir áður en súpan er borin fram. Því lengur sem súpan fær að malla því betri er hún en þá þarf að bæta meiri vökva saman við hana.

Uppskriftir

HUMARSÚPA MEÐ KÓKOS OG FENNIKU

400 g humar í skel
2 msk ólífuolía
3 stk skalottlaukar, saxaðir
2 msk rifið engifer
1 stk chili-aldin, saxað
2 stk fennikur, saxaðar
2 msk sítrónusafi
4 msk fljótandi humarkraftur
400 ml vatn
800 ml kókosmjólk
salt og nýmalaður pipar
handfylli af kóríanderlaufi, söxuðu


Skelflettið humarinn. Steikið laukinn, engifer, chili-aldinið, fenniku þar til fennikan er orðin mjúk í gegn. Bætið humarskeljunum og sítrónusafanum út í ásamt vatninu og humarkraftinum. Látið malla við meðalhita í 25–30 mínútur. Sigtið soðið frá og setjið það aftur í pottinn. Hellið kókosmjólkinni út í og hleypið suðunni upp. Lækkið hitann og setjið humarhalana út í og kryddið með salti og pipar. Látið súpuna malla í 3–4 mínútur. Stráið kóríanderlaufum yfir áður en súpan er borin fram. Því lengur sem súpan fær að malla því betri er hún en þá þarf að bæta meiri vökva saman við hana.