Uppskrift

KJÖTBOLLUR MEÐ TAPENADE OG ­KARTÖFLUMÚS

Kjötbollur:
1 stk rauðlaukur, grófsaxaður
300 g svínahakk
300 g nautahakk
½ tsk múskat
1 stk egg
3 msk gróft haframjöl
salt og nýmalaður pipar


Tapenade með rúsínum:
50 g svartar ólífur, sneiddar
50 g grænar ólífur, sneiddar
2 msk rúsínur
1 tsk sítrónusafi
1 tsk ólífuolía
Blandið öllu saman og berið fram með kjötbollunum.
Kartöflu- og blómkálsmús:
250 g kartöflur
250 g blómkál
1 msk ólífuolía
40 g rifinn parmesanostur
salt
4 stk graslaukar, saxaðir


Hitið ofninn í 180°C. Setjið laukinn í matvinnsluvélina og saxið hann. Bætið svínahakkinu út í ásamt múskatinu og haframjölinu og notið púlstakkann á matvinnsluvélinni til að blanda þessu saman. Setjið hakkblönduna í skál og blandið nautahakkinu og egginu saman við með höndunum. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Mótið litlar bollur úr hakkinu, raðið á pappírsklædda ofnplötu og bakið í 20 mínútur.
Sjóðið kartöflurnar og blómkálið þar til hvort tveggja verður mjúkt í gegn. Stappið saman og bætið olíunni og parmesanostinum út í. Saltið eftir smekk og stráið graslauk yfir áður en kartöflumúsin er borin fram með kjötbollunum.

Uppskriftir

KJÖTBOLLUR MEÐ TAPENADE OG ­KARTÖFLUMÚS

Kjötbollur:
1 stk rauðlaukur, grófsaxaður
300 g svínahakk
300 g nautahakk
½ tsk múskat
1 stk egg
3 msk gróft haframjöl
salt og nýmalaður pipar


Tapenade með rúsínum:
50 g svartar ólífur, sneiddar
50 g grænar ólífur, sneiddar
2 msk rúsínur
1 tsk sítrónusafi
1 tsk ólífuolía
Blandið öllu saman og berið fram með kjötbollunum.
Kartöflu- og blómkálsmús:
250 g kartöflur
250 g blómkál
1 msk ólífuolía
40 g rifinn parmesanostur
salt
4 stk graslaukar, saxaðir


Hitið ofninn í 180°C. Setjið laukinn í matvinnsluvélina og saxið hann. Bætið svínahakkinu út í ásamt múskatinu og haframjölinu og notið púlstakkann á matvinnsluvélinni til að blanda þessu saman. Setjið hakkblönduna í skál og blandið nautahakkinu og egginu saman við með höndunum. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Mótið litlar bollur úr hakkinu, raðið á pappírsklædda ofnplötu og bakið í 20 mínútur.
Sjóðið kartöflurnar og blómkálið þar til hvort tveggja verður mjúkt í gegn. Stappið saman og bætið olíunni og parmesanostinum út í. Saltið eftir smekk og stráið graslauk yfir áður en kartöflumúsin er borin fram með kjötbollunum.