Uppskrift

Lambaprime með indversku ívafi

fyrir 4 að hætti Rikku

1 msk cumin fræ
2 msk kóríanderfræ
1 tsk paprikukrydd
1/2 tsk cayenne krydd
800 g lamba prime
sjávarsalt og nýmalaður pipar
1 rauðlaukur, sneiddur
2 skalottlaukar, sneiddir
1 eggaldin, skorinn í litla bita og saltað
1 tsk garam masala
150 g forsoðnar kjúklingabaunir
4 plómutómatar, fræhreinsaðir og skornir í litla bita

Hitið ofninn í 180°C. Þurristið cumin- og kóríanderfræin á meðalheitri pönnu. Merjið kryddin, best er að mylja kryddin í morteli. Blandið paprikukryddi og cayenne saman við. Þerrið kjötið og veltið því upp úr kryddblöndunni. Steikið kjötið í 2 mínútur á hvorri hlið og setjið það inn í ofn í 15 mínútur. Kryddið kjötið með salti og pipar og látið það standa í 5-7 mínútur áður en það er borið fram. Steikið laukana upp úr olíu þar til að þeir eru orðnir mjúkir í gegn, bætið þá eggaldininu saman við og steikið í 5 mínútur. Kryddið með garam masala og salti. Bætið kjúklingabaununum út í og steikið í nokkrar mínútur. Setjið tómatana saman við 2-3 mínútum áður en að rétturinn er borinn fram. Gott er að bera réttinn fram með Raita sósu. Í henni er 1 dós af sýrðum rjóma, 2 pressuð hvítlauksrif, salt og fínskornar gúrkusneiðar.

Uppskriftir

Lambaprime með indversku ívafi

fyrir 4 að hætti Rikku

1 msk cumin fræ
2 msk kóríanderfræ
1 tsk paprikukrydd
1/2 tsk cayenne krydd
800 g lamba prime
sjávarsalt og nýmalaður pipar
1 rauðlaukur, sneiddur
2 skalottlaukar, sneiddir
1 eggaldin, skorinn í litla bita og saltað
1 tsk garam masala
150 g forsoðnar kjúklingabaunir
4 plómutómatar, fræhreinsaðir og skornir í litla bita

Hitið ofninn í 180°C. Þurristið cumin- og kóríanderfræin á meðalheitri pönnu. Merjið kryddin, best er að mylja kryddin í morteli. Blandið paprikukryddi og cayenne saman við. Þerrið kjötið og veltið því upp úr kryddblöndunni. Steikið kjötið í 2 mínútur á hvorri hlið og setjið það inn í ofn í 15 mínútur. Kryddið kjötið með salti og pipar og látið það standa í 5-7 mínútur áður en það er borið fram. Steikið laukana upp úr olíu þar til að þeir eru orðnir mjúkir í gegn, bætið þá eggaldininu saman við og steikið í 5 mínútur. Kryddið með garam masala og salti. Bætið kjúklingabaununum út í og steikið í nokkrar mínútur. Setjið tómatana saman við 2-3 mínútum áður en að rétturinn er borinn fram. Gott er að bera réttinn fram með Raita sósu. Í henni er 1 dós af sýrðum rjóma, 2 pressuð hvítlauksrif, salt og fínskornar gúrkusneiðar.