Uppskrift

MEXÍKÓBORGARI MEÐ SALSA

stk brauðsneið
½ stk límóna, rifinn börkur af ½ límónu
6–8 stk jalapeno sneiðar úr krukku
2 msk saxað ferskt kóríander
1 stk egg
650 g nautahakk
salt og nýmalaður pipar
4 stk hamborgarabrauð


Salsa með sýrðum rjóma
1–2 stk lárperur, afhýddar, stein­hreinsaðar og skornar í litla bita
3 msk sterk mexíkósk salsasósa
4 msk sýrður rjómi 10%


Setjið brauðsneiðina í matvinnsluvél ásamt límónuberkinum, jalapeno og kóríander og vinnið vel saman. Blandið saman við hakkið ásamt egginu og kryddið með salti og pipar. Mótið 4–6 borgara úr hakkinu og grillið á meðalheitu grilli í 4 mínútur á hvorri hlið eða þar til þeir eru gegnsteiktir. Berið hvern borgara fram með salsa og hálfu hamborgarabrauði. Hrærið sýrða rjómanum saman við salsasósuna og bætið lárperubitunum út í og berið fram með hamborgurunum.

Uppskriftir

MEXÍKÓBORGARI MEÐ SALSA

stk brauðsneið
½ stk límóna, rifinn börkur af ½ límónu
6–8 stk jalapeno sneiðar úr krukku
2 msk saxað ferskt kóríander
1 stk egg
650 g nautahakk
salt og nýmalaður pipar
4 stk hamborgarabrauð


Salsa með sýrðum rjóma
1–2 stk lárperur, afhýddar, stein­hreinsaðar og skornar í litla bita
3 msk sterk mexíkósk salsasósa
4 msk sýrður rjómi 10%


Setjið brauðsneiðina í matvinnsluvél ásamt límónuberkinum, jalapeno og kóríander og vinnið vel saman. Blandið saman við hakkið ásamt egginu og kryddið með salti og pipar. Mótið 4–6 borgara úr hakkinu og grillið á meðalheitu grilli í 4 mínútur á hvorri hlið eða þar til þeir eru gegnsteiktir. Berið hvern borgara fram með salsa og hálfu hamborgarabrauði. Hrærið sýrða rjómanum saman við salsasósuna og bætið lárperubitunum út í og berið fram með hamborgurunum.