Uppskrift

Mexíkópizza

Fyrir 4 að hætti Rikku

PIZZADEIG
250 ml volgt vatn
2 tsk ger
1 tsk agave síróp
200 g hveiti
170 g heilhveiti
2 msk ólífuolía
1 tsk salt

OFAN Á
olía til steikingar
200 g sveppir
500 g nautahakk
2 msk taco krydd
250 g taco sósa
200 g rjómaostur með pipar
1 lítil dós gulur maís
200 g rifinn cheddar ostur


Setjið vatn, ger og sykur saman í skál og látið standa þar til að gerið leysist upp, u.þ.b 3-5 mínútur. Blandið afgangnum af hráefninu saman og hnoðið í 5-10 mínútur. Látið deigið standa í skálinni undir rökum klút í u.þ.b klukkustund. Fletjið deigið út á hveitistráðum flöt og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Steikið sveppina og nautahakkið og stráið kryddinu yfir. Smyrjið taco sósunni og rjómaostinum á pizzabotninn og setjið nautahakkið, sveppina og baunirnar yfir. Stráið ostinum yfir pizzuna og bakið í 15-20 mínútur í 200°C heitum ofni.

Uppskriftir

Mexíkópizza

Fyrir 4 að hætti Rikku

PIZZADEIG
250 ml volgt vatn
2 tsk ger
1 tsk agave síróp
200 g hveiti
170 g heilhveiti
2 msk ólífuolía
1 tsk salt

OFAN Á
olía til steikingar
200 g sveppir
500 g nautahakk
2 msk taco krydd
250 g taco sósa
200 g rjómaostur með pipar
1 lítil dós gulur maís
200 g rifinn cheddar ostur


Setjið vatn, ger og sykur saman í skál og látið standa þar til að gerið leysist upp, u.þ.b 3-5 mínútur. Blandið afgangnum af hráefninu saman og hnoðið í 5-10 mínútur. Látið deigið standa í skálinni undir rökum klút í u.þ.b klukkustund. Fletjið deigið út á hveitistráðum flöt og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Steikið sveppina og nautahakkið og stráið kryddinu yfir. Smyrjið taco sósunni og rjómaostinum á pizzabotninn og setjið nautahakkið, sveppina og baunirnar yfir. Stráið ostinum yfir pizzuna og bakið í 15-20 mínútur í 200°C heitum ofni.