Uppskrift

Mínútusteik í stökku parmesanraspi

fyrir 4 að hætti Rikku

4 grófar brauðsneiðar
4 plómutómatar,
fræhreinsaðir og saxaðir
½ rauðlaukur, saxaður
4 mínútusteikur c.a. 800g
1 egg
1 eggjahvíta
70 g rifinn parmesanostur
2 msk fersk söxuð steinselja
4 msk ólífuolía + olía til steikingar
200 g klettasalat
2 msk söxuð fersk basillauf
1 msk sítrónusafi
salt og nýmalaður pipar

Rífið brauðsneiðarnar niður í matvinnsluvél og þurristið á pönnu. Setjið tómatana og laukinn saman í skál og saltið. Kryddið steikurnar og hrærið eggin. Blandið 50g af parmesanostinum saman við brauðraspið ásamt steinseljunni. Veltið steikunum upp úr eggjunum og síðan brauðraspinu og steikið á meðalheitri pönnu í 3-4 mínútur á hvorri hlið.
Hellið 4 msk af ólífuolíu og sítrónusafanum saman við tómatana og blandið klettasalatinu og basillaufunum saman við. Stráið afganginum af parmesanostinum yfir salatið og kryddið með salti og pipar. Gott er að bera steikina og salatið fram með kartöflumús.

Uppskriftir

Mínútusteik í stökku parmesanraspi

fyrir 4 að hætti Rikku

4 grófar brauðsneiðar
4 plómutómatar,
fræhreinsaðir og saxaðir
½ rauðlaukur, saxaður
4 mínútusteikur c.a. 800g
1 egg
1 eggjahvíta
70 g rifinn parmesanostur
2 msk fersk söxuð steinselja
4 msk ólífuolía + olía til steikingar
200 g klettasalat
2 msk söxuð fersk basillauf
1 msk sítrónusafi
salt og nýmalaður pipar

Rífið brauðsneiðarnar niður í matvinnsluvél og þurristið á pönnu. Setjið tómatana og laukinn saman í skál og saltið. Kryddið steikurnar og hrærið eggin. Blandið 50g af parmesanostinum saman við brauðraspið ásamt steinseljunni. Veltið steikunum upp úr eggjunum og síðan brauðraspinu og steikið á meðalheitri pönnu í 3-4 mínútur á hvorri hlið.
Hellið 4 msk af ólífuolíu og sítrónusafanum saman við tómatana og blandið klettasalatinu og basillaufunum saman við. Stráið afganginum af parmesanostinum yfir salatið og kryddið með salti og pipar. Gott er að bera steikina og salatið fram með kartöflumús.