Uppskrift

Naglasúpa Manna­(kjötsúpa) fyrir 4

Þessi súpa er algerlega búin til úr íslensku lífrænu hráefni. Miðað er við um 10 lítra pott.
1 kg af lífrænu súpukjöti
½ kg af lífrænum kartöflum (nota hýðið ef það er ekki þeim mun ljótara)
3 stk stórar lífrænar gulrætur (eða fleiri minni)
2 stk meðalstórar lífrænar gulrófur
2 stk lífrænar paprikur (gular og rauðar)
21/2 dl af lífrænu bankabyggi
nokkur blöð af lífrænu grænkáli
knippi af graslauk
slatti af laufblöðum af skessurót
nokkrar rætur af hvönn vel hreinsaðar
salt og mulin einiber
nota má hundasúrur, blóðberg eða aðrar jurtir eftir atvikum og smekk, nokkur fjallgrös og/eða söl smátt skorin gætu lífgað upp á.

Setjið kjötið í pottinn með vatni sem flýtur vel yfir og látið suðuna koma upp. Hellið fyrsta vatninu um leið og sýður en það geta verið óhreinindi af kjötinu sem er ágætt að losna við. Setjið nýtt vatn og sjóðið síðan kjötið þar til það er vel laust frá beinum, líklega í klukkutíma eða svo. Sigtið soðið og setjið það til hliðar. Hreinsið síðan kjötið af beinunum og veljið bestu beinabitana. Hægt er að setja byggið í vatn (einn af byggi á móti þremur af vatni) kvöldinu áður og láta suðuna koma upp og slökkva síðan. Byggið þarf þá ekki langa suðu. Graslaukurinn, skessurótarblöðin og hvannarótin eru söxuð mjög smátt og sett í pott maeð smávegis vatni, beinunum, salti og muldum einiberjum og látið krauma um tíma. Öðrum kryddjurtum bætt við. Paprikan skorin og fræhreinsuð og bætt í pottinn. Skerið síðan kartöflur, rófur, grænkál og gulrætur í bita eftir smekk og setjið í pottinn með kryddjurtunum og bætið við soðinu af kjötinu. Þegar suðan er komin vel af stað má bæta við forsoðna bygginu og síðan kjötinu síðustu 10 mínúturnar eða svo.

Uppskriftir

Naglasúpa Manna­(kjötsúpa) fyrir 4

Þessi súpa er algerlega búin til úr íslensku lífrænu hráefni. Miðað er við um 10 lítra pott.
1 kg af lífrænu súpukjöti
½ kg af lífrænum kartöflum (nota hýðið ef það er ekki þeim mun ljótara)
3 stk stórar lífrænar gulrætur (eða fleiri minni)
2 stk meðalstórar lífrænar gulrófur
2 stk lífrænar paprikur (gular og rauðar)
21/2 dl af lífrænu bankabyggi
nokkur blöð af lífrænu grænkáli
knippi af graslauk
slatti af laufblöðum af skessurót
nokkrar rætur af hvönn vel hreinsaðar
salt og mulin einiber
nota má hundasúrur, blóðberg eða aðrar jurtir eftir atvikum og smekk, nokkur fjallgrös og/eða söl smátt skorin gætu lífgað upp á.

Setjið kjötið í pottinn með vatni sem flýtur vel yfir og látið suðuna koma upp. Hellið fyrsta vatninu um leið og sýður en það geta verið óhreinindi af kjötinu sem er ágætt að losna við. Setjið nýtt vatn og sjóðið síðan kjötið þar til það er vel laust frá beinum, líklega í klukkutíma eða svo. Sigtið soðið og setjið það til hliðar. Hreinsið síðan kjötið af beinunum og veljið bestu beinabitana. Hægt er að setja byggið í vatn (einn af byggi á móti þremur af vatni) kvöldinu áður og láta suðuna koma upp og slökkva síðan. Byggið þarf þá ekki langa suðu. Graslaukurinn, skessurótarblöðin og hvannarótin eru söxuð mjög smátt og sett í pott maeð smávegis vatni, beinunum, salti og muldum einiberjum og látið krauma um tíma. Öðrum kryddjurtum bætt við. Paprikan skorin og fræhreinsuð og bætt í pottinn. Skerið síðan kartöflur, rófur, grænkál og gulrætur í bita eftir smekk og setjið í pottinn með kryddjurtunum og bætið við soðinu af kjötinu. Þegar suðan er komin vel af stað má bæta við forsoðna bygginu og síðan kjötinu síðustu 10 mínúturnar eða svo.