Uppskrift

Nautafile með trufflusveppasósu og rösti kartöflum

800 g nautafile
1 msk smjör
1 msk olía
salt og nýmalaður pipar
10 g þurrkaðir porcini sveppir,
fínmuldir í matvinnsluvél

RÖSTI KARTÖFLUR:
1 kg kartöflur
salt og nýmalaður pipar
smjör og olía til steikingar

TRUFFLUSVEPPASÓSA:
1 msk smjör
30 g þurrkaðir porcini sveppir,
bleyttir upp í volgu vatni í 20 mín
200 ml soð af sveppunum
1/2 nautakraftskubbur
1 msk græn piparkorn
1/2 msk dijon sinnep
2 msk rjómaostur með pipar
1 1/2 msk truffluolía

Sjóðið kartöflurnar í 10 mínútur og kælið.
Hitið ofninn í 200°C. Steikið kjötið upp úr smjöri á meðalheitri pönnu í 4 mínútur á hvorri hlið. Þerrið kjötið, kryddið með salti og pipar og veltið því upp úr muldu sveppunum. Leggið á pappírsklædda ofnplötu og bakið í 8-10 mínútur eða þar til að kjarnhitinn nær 60°C.
Hvílið kjötið í 5-10 mínútur áður en það er skorið og borið fram.
Afhýðið kartöflurnar og rífið niður með grófu rifjárni. Kryddið kartöflurnar með salti og pipar og mótið litlar pönnukökur. Steikið kartöflurnar upp úr smjöri og olíu í 3-4 mínútur á hvorri hlið, gætið þess þó að brenna þær ekki. Sigtið vatnið frá sveppunum og kreistið vatnið úr þeim, gætið þess að geyma vatnið. Steikið sveppina upp úr smjöri, hellið soðinu ásamt nautakraftinum yfir og látið malla í 3-4 mínútur. Bætið afgangnum saman við og látið malla í aðrar 3-4 mínútur. Saltið eftir smekk. Raðið kartöflunum á disk og raðið niðurskornu kjötinu ofan á kartöflurnar og hellið sósunni yfir.
Gott er að bera réttinn fram með fersku salati.

Uppskriftir

Nautafile með trufflusveppasósu og rösti kartöflum

800 g nautafile
1 msk smjör
1 msk olía
salt og nýmalaður pipar
10 g þurrkaðir porcini sveppir,
fínmuldir í matvinnsluvél

RÖSTI KARTÖFLUR:
1 kg kartöflur
salt og nýmalaður pipar
smjör og olía til steikingar

TRUFFLUSVEPPASÓSA:
1 msk smjör
30 g þurrkaðir porcini sveppir,
bleyttir upp í volgu vatni í 20 mín
200 ml soð af sveppunum
1/2 nautakraftskubbur
1 msk græn piparkorn
1/2 msk dijon sinnep
2 msk rjómaostur með pipar
1 1/2 msk truffluolía

Sjóðið kartöflurnar í 10 mínútur og kælið.
Hitið ofninn í 200°C. Steikið kjötið upp úr smjöri á meðalheitri pönnu í 4 mínútur á hvorri hlið. Þerrið kjötið, kryddið með salti og pipar og veltið því upp úr muldu sveppunum. Leggið á pappírsklædda ofnplötu og bakið í 8-10 mínútur eða þar til að kjarnhitinn nær 60°C.
Hvílið kjötið í 5-10 mínútur áður en það er skorið og borið fram.
Afhýðið kartöflurnar og rífið niður með grófu rifjárni. Kryddið kartöflurnar með salti og pipar og mótið litlar pönnukökur. Steikið kartöflurnar upp úr smjöri og olíu í 3-4 mínútur á hvorri hlið, gætið þess þó að brenna þær ekki. Sigtið vatnið frá sveppunum og kreistið vatnið úr þeim, gætið þess að geyma vatnið. Steikið sveppina upp úr smjöri, hellið soðinu ásamt nautakraftinum yfir og látið malla í 3-4 mínútur. Bætið afgangnum saman við og látið malla í aðrar 3-4 mínútur. Saltið eftir smekk. Raðið kartöflunum á disk og raðið niðurskornu kjötinu ofan á kartöflurnar og hellið sósunni yfir.
Gott er að bera réttinn fram með fersku salati.