Uppskrift

Grilluð nautakóteletta „tagliata“ að hætti Flórensbúa

2 stk. stórar nautakótelettur
2 greinar rósmarín
3-4 hvítlauksgeirar
1 stk. sítróna
ólífuolía
maldon salt
pipar

Eins og í öllu öðru þá er það hráefnið sem skiptir mestu máli í þessari uppskrift. Kjötið verður að vera fyrsta flokks því steikin er borin fram „rare“. Hafið nautakóteletturnar um tveggja tommu þykkar og vel hangnar. Best er að setja kjötið á disk með smá ólífuolíu og láta standa á eldhúsborði í 4 klst. fyrir eldun. Hitið ólífuolíu á pönnu og hafið pönnuna mjög heita. Setjið kjötið, rósmarín og hvítlauk á pönnuna og gætið þess að brenna ykkur ekki. Steikið kjötið í um 3 mín., snúið kjötinu og steikið í 3-4 mín. Setjið kjötið á disk og hellið olíu yfir. Kryddið vel með salti og pipar. Látið standa við eldavélina í 4-5 mín. Setjið steikurnar á bretti og takið kjötið af beinunum, sneiðið í þunnar sneiðar og setið á fat. Kreistið sítrónusafa yfir og dreypið vel af ólífuolíu yfir.

Uppskriftir

Grilluð nautakóteletta „tagliata“ að hætti Flórensbúa

2 stk. stórar nautakótelettur
2 greinar rósmarín
3-4 hvítlauksgeirar
1 stk. sítróna
ólífuolía
maldon salt
pipar

Eins og í öllu öðru þá er það hráefnið sem skiptir mestu máli í þessari uppskrift. Kjötið verður að vera fyrsta flokks því steikin er borin fram „rare“. Hafið nautakóteletturnar um tveggja tommu þykkar og vel hangnar. Best er að setja kjötið á disk með smá ólífuolíu og láta standa á eldhúsborði í 4 klst. fyrir eldun. Hitið ólífuolíu á pönnu og hafið pönnuna mjög heita. Setjið kjötið, rósmarín og hvítlauk á pönnuna og gætið þess að brenna ykkur ekki. Steikið kjötið í um 3 mín., snúið kjötinu og steikið í 3-4 mín. Setjið kjötið á disk og hellið olíu yfir. Kryddið vel með salti og pipar. Látið standa við eldavélina í 4-5 mín. Setjið steikurnar á bretti og takið kjötið af beinunum, sneiðið í þunnar sneiðar og setið á fat. Kreistið sítrónusafa yfir og dreypið vel af ólífuolíu yfir.