Uppskrift

Pizza með bolognesesósu

PIZZUBOTN:
500 g hveiti
2 tsk. salt
10 g ferskt pressuger
325 ml volgt vatn

BOLOGNESE SÓSA:
50 g ósaltað smjör
2 msk. ólífuolía
50 g magurt beikon, fínt saxað
3 stk. hvítlauksgeirar, saxaðir
1 stk. lítill laukur, fínt saxaður
1 stk. lítil gulrót, fínt söxuð
1 stilkur sellerí, fínt saxað
350 g magurt nauta- eða kálfakjöt, skorið í fína bita
1 dl rauðvín
1 msk. tómatpuré
100 ml kjötsoð (teningur + vatn)
100 g tómatar í dós, saxaðir
maldon salt og pipar eftir smekk
1 knippi rósmarín

PIZZAN:
300 g bolgnesesósa
100 g parmesanostur
ólífuolía

PIZZUBOTN: Uppskriftin er fyrir tvær pizzur, 35-40 cm í þvermál. Athugið að best er að hnoða deigið í höndunum. Hafið ofninn vel heitan og bakið pizzurnar ofarlega í ofninum. Ekki setja of mikla sósu á botnana og ekki of mikið af áleggi, þannig fáið þið stökkar og góðar pizzur. Setjið hveiti í skál ásamt salti. Leysið gerið upp í volgu vatni og bætið saman við hveitið. Hnoðið vel saman í 8–10 mín. Skiptið deiginu í tvennt og mótið bollur. Setjið smá hveiti á viskastykki og leggið bollurnar á það, leggið rakan klút yfir og látið hefast í 30 mín. Fletjið deigið út á hveitistráða ofnplötu í góða þunna pizzustærð, 35-40 cm. Setjið álegg á botnana og bakið í 220°C heitum ofni í 7-10 mín. BOLOGNESE SÓSA: Hitið olíu og smjör í víðum þykkbotna potti. Brúnið beikon varlega í 2-3 mín. Setjið grænmeti í pottinn með beikoninu og eldið á vægum hita í um 10 mín. Hækkið hitann og steikið kjötið í öðrum potti. Setjið beikonið og grænmetið í pottinn með kjötinu og hellið rauðvíni yfir. Sjóðið niður og bætið kjötsoði, tómatpuré, tómötum og rósmarín út í. Látið malla á minnsta hita í 1 ½ tíma og hrærið af og til í pottinum með sleif. Athugið að sósan á ekki að sjóða heldur malla á vægum hita. Smakkið sósuna til með salti og pipar. PIZZAN: Stillið ofninn á 220°C. Fletjið deigið út á bökunarplötu og dreypið ólífuolíu yfir. Jafnið bolognesesósu yfir botnana og bakið í um 10 mín., eða þar til pizzurnar eru stökkar og bakaðar í gegn. Takið úr ofninum, stráið parmesanosti yfir og dreypið ólífuolíu yfir.

Uppskriftir

Pizza með bolognesesósu

PIZZUBOTN:
500 g hveiti
2 tsk. salt
10 g ferskt pressuger
325 ml volgt vatn

BOLOGNESE SÓSA:
50 g ósaltað smjör
2 msk. ólífuolía
50 g magurt beikon, fínt saxað
3 stk. hvítlauksgeirar, saxaðir
1 stk. lítill laukur, fínt saxaður
1 stk. lítil gulrót, fínt söxuð
1 stilkur sellerí, fínt saxað
350 g magurt nauta- eða kálfakjöt, skorið í fína bita
1 dl rauðvín
1 msk. tómatpuré
100 ml kjötsoð (teningur + vatn)
100 g tómatar í dós, saxaðir
maldon salt og pipar eftir smekk
1 knippi rósmarín

PIZZAN:
300 g bolgnesesósa
100 g parmesanostur
ólífuolía

PIZZUBOTN: Uppskriftin er fyrir tvær pizzur, 35-40 cm í þvermál. Athugið að best er að hnoða deigið í höndunum. Hafið ofninn vel heitan og bakið pizzurnar ofarlega í ofninum. Ekki setja of mikla sósu á botnana og ekki of mikið af áleggi, þannig fáið þið stökkar og góðar pizzur. Setjið hveiti í skál ásamt salti. Leysið gerið upp í volgu vatni og bætið saman við hveitið. Hnoðið vel saman í 8–10 mín. Skiptið deiginu í tvennt og mótið bollur. Setjið smá hveiti á viskastykki og leggið bollurnar á það, leggið rakan klút yfir og látið hefast í 30 mín. Fletjið deigið út á hveitistráða ofnplötu í góða þunna pizzustærð, 35-40 cm. Setjið álegg á botnana og bakið í 220°C heitum ofni í 7-10 mín. BOLOGNESE SÓSA: Hitið olíu og smjör í víðum þykkbotna potti. Brúnið beikon varlega í 2-3 mín. Setjið grænmeti í pottinn með beikoninu og eldið á vægum hita í um 10 mín. Hækkið hitann og steikið kjötið í öðrum potti. Setjið beikonið og grænmetið í pottinn með kjötinu og hellið rauðvíni yfir. Sjóðið niður og bætið kjötsoði, tómatpuré, tómötum og rósmarín út í. Látið malla á minnsta hita í 1 ½ tíma og hrærið af og til í pottinum með sleif. Athugið að sósan á ekki að sjóða heldur malla á vægum hita. Smakkið sósuna til með salti og pipar. PIZZAN: Stillið ofninn á 220°C. Fletjið deigið út á bökunarplötu og dreypið ólífuolíu yfir. Jafnið bolognesesósu yfir botnana og bakið í um 10 mín., eða þar til pizzurnar eru stökkar og bakaðar í gegn. Takið úr ofninum, stráið parmesanosti yfir og dreypið ólífuolíu yfir.