Uppskrift

Pizza með skelfiski

PIZZUBOTN:
500 g hveiti
2 tsk. salt
10 g ferskt pressuger
325 ml volgt vatn

PIZZAN:
300 g skelfiskur að eigin vali (t.d. humar, risarækjur og hörpudiskur)
2 msk. hvítlauksolía
2 stk. tómatar, saxaðir
1 búnt steinselja, söxuð
ólífuolía
maldon salt
pipar

PIZZUBOTN: Uppskriftin er fyrir tvær pizzur, 35-40 cm í þvermál. Athugið að best er að hnoða deigið í höndunum. Hafið ofninn vel heitan og bakið pizzurnar ofarlega í ofninum. Ekki setja of mikla sósu á botnana og ekki of mikið af áleggi, þannig fáið þið stökkar og góðar pizzur. Setjið hveiti í skál ásamt salti. Leysið gerið upp í volgu vatni og bætið saman við hveitið. Hnoðið vel saman í 8–10 mín. Skiptið deiginu í tvennt og mótið bollur. Setjið smá hveiti á viskastykki og leggið bollurnar á það, leggið rakan klút yfir og látið hefast í 30 mín. Fletjið deigið út á hveitistráða ofnplötu í góða þunna pizzustærð, 35-40 cm. Setjið álegg á botnana og bakið í 220°C heitum ofni í 7-10 mín. PIZZAN: Stillið ofninn á 220°C. Fletjið deigið út og setjið á bökunarplötu, raðið skelfiski ásamt tómötum yfir, kryddið með steinselju, hvítlauksolíu, salti og pipar. Dreypið ólífuolíu yfir og bakið í vel heitum ofni í um 10 mín., eða þar til pizzan er tilbúin.

Uppskriftir

Pizza með skelfiski

PIZZUBOTN:
500 g hveiti
2 tsk. salt
10 g ferskt pressuger
325 ml volgt vatn

PIZZAN:
300 g skelfiskur að eigin vali (t.d. humar, risarækjur og hörpudiskur)
2 msk. hvítlauksolía
2 stk. tómatar, saxaðir
1 búnt steinselja, söxuð
ólífuolía
maldon salt
pipar

PIZZUBOTN: Uppskriftin er fyrir tvær pizzur, 35-40 cm í þvermál. Athugið að best er að hnoða deigið í höndunum. Hafið ofninn vel heitan og bakið pizzurnar ofarlega í ofninum. Ekki setja of mikla sósu á botnana og ekki of mikið af áleggi, þannig fáið þið stökkar og góðar pizzur. Setjið hveiti í skál ásamt salti. Leysið gerið upp í volgu vatni og bætið saman við hveitið. Hnoðið vel saman í 8–10 mín. Skiptið deiginu í tvennt og mótið bollur. Setjið smá hveiti á viskastykki og leggið bollurnar á það, leggið rakan klút yfir og látið hefast í 30 mín. Fletjið deigið út á hveitistráða ofnplötu í góða þunna pizzustærð, 35-40 cm. Setjið álegg á botnana og bakið í 220°C heitum ofni í 7-10 mín. PIZZAN: Stillið ofninn á 220°C. Fletjið deigið út og setjið á bökunarplötu, raðið skelfiski ásamt tómötum yfir, kryddið með steinselju, hvítlauksolíu, salti og pipar. Dreypið ólífuolíu yfir og bakið í vel heitum ofni í um 10 mín., eða þar til pizzan er tilbúin.