Uppskrift

Síróps pekanstykki

Botn:
200 g hveiti
75 g hrásykur
¼ tsk salt
125 g smjör
Fylling:
90 g smjör
100 g síróp
155 g púðursykur
80 ml rjómi
250 g pekanhnetur

Setjið allt sem á að fara í botninn í matvinnsluvél. Vinnið deigið í vélinni handvirkt með því að ýta ca. 15 sinnum á takkann. Deigið á að vera laust í sér. Setjið deigið í 24 cm kringlótt form og þrýstið jafnt í formið með höndunum. Bakið botninn við 180°C í 15 mín.
Fylling: Setjið saman í pott smjör, síróp og púðursykur, látið suðuna koma upp og sjóðið í ca. 1 mín. Takið hann þá af hitanum og setjið rjómann rólega saman við og hrærið þar til rjóminn er kominn vel saman við. Bætið þá hnetunum út í og hellið yfir botninn. Bakið við 180°C í ca. 22–25 mín. Kælið kökuna, losið úr forminu og skerið niður í litla bita.

Uppskriftir

Síróps pekanstykki

Botn:
200 g hveiti
75 g hrásykur
¼ tsk salt
125 g smjör
Fylling:
90 g smjör
100 g síróp
155 g púðursykur
80 ml rjómi
250 g pekanhnetur

Setjið allt sem á að fara í botninn í matvinnsluvél. Vinnið deigið í vélinni handvirkt með því að ýta ca. 15 sinnum á takkann. Deigið á að vera laust í sér. Setjið deigið í 24 cm kringlótt form og þrýstið jafnt í formið með höndunum. Bakið botninn við 180°C í 15 mín.
Fylling: Setjið saman í pott smjör, síróp og púðursykur, látið suðuna koma upp og sjóðið í ca. 1 mín. Takið hann þá af hitanum og setjið rjómann rólega saman við og hrærið þar til rjóminn er kominn vel saman við. Bætið þá hnetunum út í og hellið yfir botninn. Bakið við 180°C í ca. 22–25 mín. Kælið kökuna, losið úr forminu og skerið niður í litla bita.