Uppskrift

SÚRSÆT SVÍNARIF

1,5 kg svínarif
salt og nýmalaður pipar
2½ msk rifið engifer
3 stk hvítlauksrif, pressuð
4 msk sojasósa
4 msk þurrt sérrí
4 msk hoisin sósa
4 msk tómatþykkni
2 msk púðursykur
1 tsk múskat
1/2 tsk kanill
11/2 msk sesamfræ


Hitið ofninn í 140°C. Raðið svínarifjunum í eldfast mót, kryddið með salti og pipar og bakið í 90 mínútur.
Blandið saman afganginum af hráefninu í pott og hitið að suðu. Takið pottinn af hellunni og penslið rifin með sósunni. Hækkið ofnhitann í 180°C og bakið áfram í 25–30 mínútur. Einnig er hægt að grilla rifin, þá eru þau grilluð á meðalheitu grilli í 15 mínútur á hvorri hlið. Stráið sesamfræjum yfir rifin áður en þau eru borin fram.

Uppskriftir

SÚRSÆT SVÍNARIF

1,5 kg svínarif
salt og nýmalaður pipar
2½ msk rifið engifer
3 stk hvítlauksrif, pressuð
4 msk sojasósa
4 msk þurrt sérrí
4 msk hoisin sósa
4 msk tómatþykkni
2 msk púðursykur
1 tsk múskat
1/2 tsk kanill
11/2 msk sesamfræ


Hitið ofninn í 140°C. Raðið svínarifjunum í eldfast mót, kryddið með salti og pipar og bakið í 90 mínútur.
Blandið saman afganginum af hráefninu í pott og hitið að suðu. Takið pottinn af hellunni og penslið rifin með sósunni. Hækkið ofnhitann í 180°C og bakið áfram í 25–30 mínútur. Einnig er hægt að grilla rifin, þá eru þau grilluð á meðalheitu grilli í 15 mínútur á hvorri hlið. Stráið sesamfræjum yfir rifin áður en þau eru borin fram.