Uppskrift

Svínagúllas í hvítvínssósu

fyrir 4 að hætti Rikku

1 msk ólífuolía
100 g beikon, skorið í bita
2 msk saxaður púrrulaukur
2 hvítlauksrif, söxuð
500 g svínagúllas
150 g sveppir, skornir til helminga
1 kjúklingakraftsteningur
400 ml hvítvín
200 ml matreiðslurjómi
1 tsk maizena sósuþykkir
Salt og nýmalaður pipar
Handfylli söxuð steinselja

Steikið beikonið upp úr ólífuolíunni, bætið púrrulauk og hvítlauk
saman við og steikið þar til laukarnir eru mjúkir í gegn. Setjið laukana og beikonið í skál. Brúnið gúllasið í sama potti í 3-4 mínútur. Bætið þá sveppunum, kjúklingakraftinum, hvítvíninu, laukunum og beikoninu út í og látið malla í 25-30 mínútur. Bætið rjómanum og sósuþykkinum út í, kryddið með salti og pipar og látið sósuna þykkna örlítið. Stráið steinseljunni yfir áður en rétturinn er borinn fram. Gott er að bera gúllasið fram með kartöflumús og fersku salati.

Uppskriftir

Svínagúllas í hvítvínssósu

fyrir 4 að hætti Rikku

1 msk ólífuolía
100 g beikon, skorið í bita
2 msk saxaður púrrulaukur
2 hvítlauksrif, söxuð
500 g svínagúllas
150 g sveppir, skornir til helminga
1 kjúklingakraftsteningur
400 ml hvítvín
200 ml matreiðslurjómi
1 tsk maizena sósuþykkir
Salt og nýmalaður pipar
Handfylli söxuð steinselja

Steikið beikonið upp úr ólífuolíunni, bætið púrrulauk og hvítlauk
saman við og steikið þar til laukarnir eru mjúkir í gegn. Setjið laukana og beikonið í skál. Brúnið gúllasið í sama potti í 3-4 mínútur. Bætið þá sveppunum, kjúklingakraftinum, hvítvíninu, laukunum og beikoninu út í og látið malla í 25-30 mínútur. Bætið rjómanum og sósuþykkinum út í, kryddið með salti og pipar og látið sósuna þykkna örlítið. Stráið steinseljunni yfir áður en rétturinn er borinn fram. Gott er að bera gúllasið fram með kartöflumús og fersku salati.