Uppskrift

Sykurkremaðar skonsur

315 g hveiti
60 g sykur
15 g lyftiduft
½ tsk salt
Fínt rifinn börkur af hálfri sítrónu
90 g smjör
100 g rúsínur
180 ml rjómi
Toppur:
1 msk hrásykur
1 tsk kanill
2 tsk rjómi

setjið saman í hrærivélarskál hveiti, sykur, lyftiduft, salt og börkinn. Setjið vélina í gang og þegar hún hefur farið nokkra hringi er smjörinu blandað saman við. Vinnið mjög rólega þar til smjörið er komið í mjög litla bita. Setjið þá rúsínur og rjóma út í og vinnið saman eins lítið og hægt er eða þar til rjóminn er kominn saman við hveitið. Setjið deigið á borð með smávegis hveiti, mótið deigið í hring og skerið út 6 stk. Blandið saman sykri og kanil, smyrjið rjómanum yfir og sáldrið sykrinum yfir. Bakið við 220°C í um 17 mín. eða þar til fallegur gylltur litur er kominn á skonsurnar.

Uppskriftir

Sykurkremaðar skonsur

315 g hveiti
60 g sykur
15 g lyftiduft
½ tsk salt
Fínt rifinn börkur af hálfri sítrónu
90 g smjör
100 g rúsínur
180 ml rjómi
Toppur:
1 msk hrásykur
1 tsk kanill
2 tsk rjómi

setjið saman í hrærivélarskál hveiti, sykur, lyftiduft, salt og börkinn. Setjið vélina í gang og þegar hún hefur farið nokkra hringi er smjörinu blandað saman við. Vinnið mjög rólega þar til smjörið er komið í mjög litla bita. Setjið þá rúsínur og rjóma út í og vinnið saman eins lítið og hægt er eða þar til rjóminn er kominn saman við hveitið. Setjið deigið á borð með smávegis hveiti, mótið deigið í hring og skerið út 6 stk. Blandið saman sykri og kanil, smyrjið rjómanum yfir og sáldrið sykrinum yfir. Bakið við 220°C í um 17 mín. eða þar til fallegur gylltur litur er kominn á skonsurnar.