Uppskrift

TAGLIATELLE MEÐ BLÖNDUÐUM ­SJÁVARRÉTTUM

2 msk ólífuolía
3 stk skalottlaukar, sneiddir
handfylli steinselja, söxuð
1 tsk fennelfræ
150 ml hvítvín
1 dós hakkaðir tómatar
1½ stk fiskikraftsteningur
salt og nýmalaður pipar
1 kg blandaðir sjávarréttir
400 g tagliatelle pasta, helst heilhveiti
100 ml maizena rjómi 7%
11/2 msk balsamikgljái
handfylli fersk basilika, söxuð

Hitið ólífuolíuna á stórri pönnu við meðalhita. Steikið skalottlaukana ásamt steinseljunni og fennelfræjunum þar til laukurinn er orðinn mjúkur í gegn. Hellið hvítvíninu saman við og látið malla í 1–2 mínútur. Bætið tómötunum og kraftinum út í og látið malla í nokkrar mínútur. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Á meðan pastað er að sjóða, bætið þá sjávarréttunum út í sósuna og kryddið með salti og pipar. Látið malla í örfáar mínútur. Sigtið vatnið frá pastanu og setjið pastað aftur í pottinn. Blandið rjómanum og balsamikgljáanum í sósuna og hitið að suðu. Hellið sósunni yfir pastað og blandið saman. Stráið basilikulaufum yfir og berið fram.

Uppskriftir

TAGLIATELLE MEÐ BLÖNDUÐUM ­SJÁVARRÉTTUM

2 msk ólífuolía
3 stk skalottlaukar, sneiddir
handfylli steinselja, söxuð
1 tsk fennelfræ
150 ml hvítvín
1 dós hakkaðir tómatar
1½ stk fiskikraftsteningur
salt og nýmalaður pipar
1 kg blandaðir sjávarréttir
400 g tagliatelle pasta, helst heilhveiti
100 ml maizena rjómi 7%
11/2 msk balsamikgljái
handfylli fersk basilika, söxuð

Hitið ólífuolíuna á stórri pönnu við meðalhita. Steikið skalottlaukana ásamt steinseljunni og fennelfræjunum þar til laukurinn er orðinn mjúkur í gegn. Hellið hvítvíninu saman við og látið malla í 1–2 mínútur. Bætið tómötunum og kraftinum út í og látið malla í nokkrar mínútur. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Á meðan pastað er að sjóða, bætið þá sjávarréttunum út í sósuna og kryddið með salti og pipar. Látið malla í örfáar mínútur. Sigtið vatnið frá pastanu og setjið pastað aftur í pottinn. Blandið rjómanum og balsamikgljáanum í sósuna og hitið að suðu. Hellið sósunni yfir pastað og blandið saman. Stráið basilikulaufum yfir og berið fram.