Uppskrift

Ungnauta framfile með koníaks-sinnepssósu og hvítlaukskartöflumús

fyrir 4 að hætti Rikku

4 stk bökunarkartöflur
1 stk hvítlaukur
2-3 msk smjör
2 msk mjólk
800 g ungnauta framfile
sjávarsalt og nýmalaður pipar
1 tsk rósmarín
olía til steikingar
3 tsk dijon sinnep
300 ml koníak (til matargerðar)
100 g smjör
4 stk kirsuberjatómatar, fræhreinsaðir og niðurskornir
1/4 rauðlaukur, fínt saxaður
1 msk steinselja, söxuð

Hitið ofninn í 200°C. Skerið hvítlaukinn í tvennt. Raðið kartöflunum og hvítlauknum í eldfast mót og bakið í rúmlega klukkustund eða þar til að kartöflurnar eru fullbakaðar. Takið hvítlaukinn út eftir 45 mínútur. Afhýðið kartöflurnar og hvítlaukinn og maukið saman með smjörinu og mjólkinni. Kryddið með salti eftir smekk.
Þerrið kjötið og kryddið með salti, pipar og rósmarín og látið standa þar til að það nær stofuhita. Steikið kjötið á meðalheitri pönnu í ca. 6 mínútur á hvorri hlið. Setjið svo kjötið í ofninn í 6 mínútur. Takið kjötið úr ofninum og pakkið því í álpappír og hvílið í 6 mínútur.
Hellið koníakinu út á heita pönnuna og látið sjóða niður í stutta stund. Bætið þá sinnepinu út í. Takið pönnuna af hellunni og setjið 1 msk af smjöri út í og látið bráðna. Setjið pönnuna aftur á helluna og setjið afganginn af smjörinu smám saman út í. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.
Blandið tómötum, rauðlauk og steinselju saman og hellið smá ólífuolíu saman við. Raðið öllu saman á disk og berið fram.

Uppskriftir

Ungnauta framfile með koníaks-sinnepssósu og hvítlaukskartöflumús

fyrir 4 að hætti Rikku

4 stk bökunarkartöflur
1 stk hvítlaukur
2-3 msk smjör
2 msk mjólk
800 g ungnauta framfile
sjávarsalt og nýmalaður pipar
1 tsk rósmarín
olía til steikingar
3 tsk dijon sinnep
300 ml koníak (til matargerðar)
100 g smjör
4 stk kirsuberjatómatar, fræhreinsaðir og niðurskornir
1/4 rauðlaukur, fínt saxaður
1 msk steinselja, söxuð

Hitið ofninn í 200°C. Skerið hvítlaukinn í tvennt. Raðið kartöflunum og hvítlauknum í eldfast mót og bakið í rúmlega klukkustund eða þar til að kartöflurnar eru fullbakaðar. Takið hvítlaukinn út eftir 45 mínútur. Afhýðið kartöflurnar og hvítlaukinn og maukið saman með smjörinu og mjólkinni. Kryddið með salti eftir smekk.
Þerrið kjötið og kryddið með salti, pipar og rósmarín og látið standa þar til að það nær stofuhita. Steikið kjötið á meðalheitri pönnu í ca. 6 mínútur á hvorri hlið. Setjið svo kjötið í ofninn í 6 mínútur. Takið kjötið úr ofninum og pakkið því í álpappír og hvílið í 6 mínútur.
Hellið koníakinu út á heita pönnuna og látið sjóða niður í stutta stund. Bætið þá sinnepinu út í. Takið pönnuna af hellunni og setjið 1 msk af smjöri út í og látið bráðna. Setjið pönnuna aftur á helluna og setjið afganginn af smjörinu smám saman út í. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.
Blandið tómötum, rauðlauk og steinselju saman og hellið smá ólífuolíu saman við. Raðið öllu saman á disk og berið fram.