Uppskriftir

BOBOTIE

2 sneiðar gróft brauð
2 stk laukar, saxaðir
1½ msk smjör
½ tsk þurrkað oreganó
½ tsk þurrkað timjan
½ tsk allrahanda pimiento krydd
2 stk hvítlauksrif, pressuð
1 kg nautahakk
2 msk karrímauk
2 msk mangó chutney
3 msk rúsínur
6 stk lárviðarlauf
300 ml léttmjólk
2 stk egg

Hitið ofninn í 180°C. Hellið köldu vatni yfir brauðið og látið það draga vatnið í sig. Steikið laukinn upp úr smjörinu þar til hann verður mjúkur í gegn. Bætið kryddunum og hvítlaukn-um út á pönnuna og steikið stuttlega áður en hakkið er sett saman við og það vel brúnað. Hrærið karrímauk, mangó chutney, rúsínur og 2 lárviðarlauf saman við og kryddið með salti og pipar. Látið malla í 8–10 mínútur. Kreistið vatnið úr brauðinu og blandið því vel saman við hakkið. Færið hakkblönduna í eldfast mót. Þeytið saman egg og mjólk, kryddið með salti og pipar og hellið yfir hakkið. Raðið afganginum af lárviðarlaufunum yfir og bakið í 35–40 mínútur.