Uppskriftir

Bóndadags-ribeye

fyrir 4 að hætti Rikku

4 stk ribeye steikur
100 ml sojasósa
150 ml vatn
2 hvítlauksrif, pressuð
2 cm biti af fersku engiferi, rifinn
3 vorlaukar, saxaðir
1 ½ msk agave síróp
4 kumquats, sneidd og steinhreinsuð
Safi af 1 límónu
½ tsk nýmalaður pipar
2 dl vatn
1 avókadó eða 2 litlir, afhýddir, steinhreinsaðir og skornir í bita
3 radísur, sneiddar
2 msk ferskt kóríander, saxað
¼ tsk salt

Blandið saman sojasósu, vatni, hvítlauk, engifer, vorlauk, sírópi, kumquats,
límónusafa og pipar í skál og raðið steikunum ofan í. Látið liggja í maríneringunni í a.m.k. 2 klst., jafnvel yfir nótt. Blandið avókadóinu, radísunum og kóríander saman og saltið. Steikið kjötið við meðalhita í 3-4 mínútur á hvorri hlið og látið standa undir álpappír í 3-4 mínútur. Hellið maríneringunni á pönnunni auk 2 dl af vatni og látið malla í 5-7 mínútur. Setjið steikina á disk, hellið 1 msk af sósunni yfir og raðið avókado salatinu yfir. Berið fram með fersku salati.