Uppskriftir

Cannelloni með nautahakki

fyrir 4-6 að hætti Rikku

1 msk olía
1 laukur, saxaður
2 gulrætur, flysjaðar og saxaðar
800 g nautahakk
2 hvítlauksrif, pressuð
100 g sveppir, saxaðir
600 ml Ítalía pastasósa með
basiliku
1 msk hunang
salt og nýmalaður pipar
400 g cannelloni pasta

SÓSA:
200 ml sýrður rjómi
70 g rifinn parmesanostur
100 g rjómaostur
1 tsk basiliku krydd
salt og pipar
50 g rifinn ostur

Hitið olíuna á pönnu, steikið laukinn og gulræturnar þar til að hann er orðinn mjúkur í gegn. Bætið nautahakkinu, hvítlauknum og sveppunum saman við og steikið í 3-5 mínútur. Bætið helmingnum af pastasósunni saman við ásamt hunanginu og látið malla í 10-15 mínútur. Kryddið með salti og pipar. Sjóðið pastað í 3-4 mínútur, kælið og fyllið það með hakkblöndunni. Hellið afganum af pastasósunni í eldfast mót og raðið cannelloni pastanu í mótið. SÓSA: Blandið öllu hráefni saman fyrir utan rifna ostinn og kryddið með salti og pipar. Smyrjið sósunni ofan á pastað og stráið osti yfir. Bakið í ofni í 30-35 mínútur.