Uppskriftir

Chiagrautur með möndlumjólk

½ dl chia fræ
¼ dl sólblómafræ
¼ dl sesamfræ
¼ dl graskersfræ
5 stk lífrænar aprikósur; skornar í litla bita
5 stk lífrænar döðlur, skornar í litla bita
1 tsk kanill
smá salt
3 dl vatn
Möndlumjólk:
1 dl möndlur, lagðar í bleyti
3–4 dl vatn
2–3 stk döðlur
smá kanill, smá vanilla og nokkur saltkorn

Setjið allt í skál og hrærið saman, gott að láta standa yfir nótt. Setjið 3 msk af grautnum í skál, hellið út á 1–2 msk af volgu vatni og hrærið saman. Berið fram með möndlumjólk eða annarri jurtamjólk og ferskum ávöxtum.
Möndlumjólk: Allt sett í blandara og blandað saman. Sigtað í gegnum síupoka.