Uppskriftir

FISLÉTT SVEPPASÚPA

1 msk smjör
50 g blandaðir villisveppir
2 stk skalottlaukar, saxaðir
1 msk sterkt sinnep
1 msk hveiti
1 l vatn
1½ stk teningur grænmetiskraftur
50 g parmesanostur, rifinn
200 g sýrður rjómi 10%
salt og nýmalaður pipar
2 msk söxuð fersk steinseljaBræðið smjör í potti og steikið sveppina og laukinn þar til laukurinn verður mjúkur í gegn. Bætið hveitinu og sinnepinu saman við og hrærið vatnið smám saman út í ásamt grænmetiskraftinum. Látið malla á meðalhita í 20 mínútur og kælið stutta stund. Maukið vel í matvinnsluvél og hellið aftur í pottinn. Bætið þá parmesanostinum og sýrða rjómanum út í og kryddið með salti og pipar. Stráið steinselju yfir súpuna áður en hún er borin fram.